Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 107-71 | Þægilegt hjá Stjörnunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 21:30 Stjörnumaðurinn Ægir Þór Steinarsson. Vísir/Bára Stjarnan vann sinn ellefta sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið valtaði yfir Val á heimavelli í Domino‘s deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu öruggan 107-71 sigur. Snemma leiks virtist eins og leikurinn ætti eftir að breytast í algjört blóðbað, Stjarnan var komin með 11 stiga forskot og stefndi í algjöra yfirburði. Þá tók Ágúst Björgvinsson leikhlé og hans menn komust á smá skrið og náðu að laga stöðuna. Valur fékk þó aldrei að komast of nálægt Stjörnunni og fyrri hálfleikurinn þróaðist þannig að liðin skiptust á áhlaupum, eins og vill svo oft vera. Valsmenn náðu að kveikja smá neista en það var ávallt slökkt á honum þegar þeir voru komnir of nálægt heimamönnum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 42-35 fyrir Stjörnuna. Í þriðja leikhluta kaffærði Stjarnan Valsmenn. Seinni hálfleikurinn byrjaði keimlíkt þeim fyrri og Stjarnan tók gott áhlaup. Ágúst tók aftur leikhlé, en í þetta skiptið hafði það ekki sömu áhrif, Stjarnan hélt áhlaupi sínu áfram og gerði algjörlega út um leikinn á þessum tíu mínútum. Eftir þriðja leikhluta var staðna 86-53 og fjórði leikhluti varð aðeins formsatriði. Stærstu nöfnin í báðum liðum hvíldu í fjórða leikhluta, varamennirnir fengu aðeins að láta ljós sitt skína og unnu niður leiktímann, þegar upp var staðið munaði 36 stigum á liðunum 107-71.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar eru með besta lið landsins. Það getur enginn neitað því, allavega eins og staðan er í dag. Valsmenn eru ekki alveg lausir úr fallbaráttu og það er einfaldlega gæðamunur á þessum liðum. Gestirnir gerðu það sem þeir gátu og þeir náðu að halda í við heimamenn í fyrri hálfleik, en það var í raun ljóst strax frá fyrstu mínútum þegar Stjarnan náði að byggja upp forskot að róðurinn yrði mjög erfiður fyrir Val í dag. Valsmenn fengu einfaldlega aldrei að finna lyktina af sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell var yfirburðamaður á gólfinu í kvöld. Hann var sérstaklega áberandi í þriðja leikhluta þegar Stjarnan var að keyra yfir Val, hann setti niður hvern þristinn á fætur öðrum, stal boltum og var einfaldlega allt í öllu. Nöfn sem eru fastagestir í þessum lið eins og Hlynur Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson og Antti Kanervo skiluðu allir sínu en enginn þeirra átti neinn stjörnuleik. Hjá Val var það helst Dominique Rambo sem dró þá áfram í fyrri hálfleik, í seinni hálfeik var einfaldlega enginn sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr hjá Val.Hvað gekk illa? Valsmenn hittu ekkert sérstaklega vel ofan í körfuna í dag og það er erfitt gegn jafn sterkum andstæðing. Þeir voru í nokkrum vandræðum í sóknarleiknum, töpuðu boltum og voru undir í frákastabaráttunni. Lið sem fer venjulega í kringum 90 stig í stigaskori en nær bara 71 stigi, vissulega gegn einni bestu vörn landsins, er greinilega ekki að spila sinn besta sóknardag.Hvað gerist næst? Það er spilað þétt fyrir uppkomandi bikarhlé, næsta umferð hefst á fimmtudaginn. Bæði þessi lið spila hins vegar á föstudag, Valsmenn fá ÍR í heimsókn í Reykjavíkurslag og leik sem gæti reynst stór í baráttu um úrslitakeppnina en Stjarnan fer á Sauðárkrók og sækir Tindastól heim í stórleik í toppbaráttunni.Arnar GuðjónssonArnar: Getum ekkert farið í skýin „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við náðum góðu „run-i“ í þriðja leikhluta og stungum þá af þar, en við vorum í tómu basli með þá í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Náðum samt að láta þá nota mikla orku sem hjálpaði okkur í þriðja.“ Hvað var það sem skóp sigurinn fyrir Stjörnuna? „Þriðji leikhlutinn. Við hittum úr held ég öllu sem við skutum, spiluðum ágæta vörn á kafla, stálum boltanum og náðum að hlaupa hraðaupphlaup og þar lá þetta eiginlega bara.“ Arnar gat hvílt stærstu stjörnurnar sínar í fjórða leikhluta sem var væntanlega kærkomið í eins þéttu leikjaprógrammi og er þessa dagana. „Jájá, við erum með flotta stráka á bekknum. Ég var ánægður með Dúa í dag, hann gerði vel á köflum, og gott að koma öllum að. Það eru menn sem leggja sig hart fram á æfingum og þeir eiga alveg skilið að spreyta sig í leikjunum líka.“ Eftir ellefta sigurinn í röð geta fáir mótmælt því að Stjarnan sé besta liðið á landinu, eða hvað? „Þetta byrjar 0-0 fyrir norðan á föstudaginn, við getum ekkert farið í skýin með það. Alveg eins og þegar þú tapar leikjum, það þýðir ekkert að það sé myrkur fram undan. Þú þarft að halda áfram alveg sama hvernig síðasti leikur fór,“ sagði Arnar Guðjónsson.Ágúst Björgvinssonvísir/daníelÁgúst: Fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik „Þriðji leikhlutinn var alveg afleitur af okkar hálfu og frábær af þeirra hálfu. Þeir hittu úr öllu og skoruðu á okkur einhver 44 stig, það var undirstaðan á þessu stóra tapi,“ sagði svekktur Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. Er Stjarnan ekki bara einfaldlega of gott lið fyrir Val eins og staðan er í dag? „Við kannski fórum svolítið illa að ráði okkar í fyrri hálfleik, gerðum margt ágætlega en vorum að hitta illa úr mjög góðum færum. Ef við hefðum hitt betur úr þeim þá hefði staðan verið önnur í hálfleik og þá veit maður ekki hvernig leikurinn hefði þróast.“ „Þeir stjórna þessum leik, spila hörku vörn á okkur og gera vel.“ „Það skiptir ekki öllu máli þegar þú ert búinn að tapa, hvort hann tapast með 10, 30 eða 40. Þetta snýst meira um hvernig leikmenn klára hann inni á vellinum og ég var alveg nokkuð sáttur með það.“ „Það er mjög erfitt að spila þegar þú ert kominn svona mikið undir en ég var mjög ánægður með að menn gáfu sig samt alla í það,“ sagði Ágúst Björgvinsson.Hlynur Bæringssonvísir/báraHlynur: Fannst við alltaf hafa leikinn „Sérstaklega var þetta þægilegt í seinni hálfleik þegar við skoruðum næstum því að vild, snögghitnuðum og á sama tíma stoppuðum við þá alveg. Þá var þetta í raun og veru bara búið,“ sagði Hlynur Bæringsson. „Við vorum eitthvað pirraðir í fyrri hálfleik og hefðum kannski betur sleppt því, en mér fannst við alltaf hafa leikinn þannig lagað. Ég hafði aldrei miklar áhyggjur af því.“ „Í seinni hálfleik byrjaði boltinn að flæða og svo setti Brandon stór skot og allt mómentið var með okkur. Þetta var mjög flottur þriðji leikhluti.“ Stjarnan á stórleik við Tindastól norður á Sauðárkróki á föstudag og því var ágætt fyrir menn eins og Hlyn að geta hvílt aðeins í þessum leik. „Já, það var ágætt. Við ætlum bara að fara þangað og vinna, við erum með bullandi sjálfstraust og okkur finnst við eiga að vinna alla leiki, það er bara þannig. Við förum á Sauðárkrók til þess að vinna aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson. Dominos-deild karla
Stjarnan vann sinn ellefta sigur í röð í öllum keppnum þegar liðið valtaði yfir Val á heimavelli í Domino‘s deild karla í kvöld. Stjörnumenn unnu öruggan 107-71 sigur. Snemma leiks virtist eins og leikurinn ætti eftir að breytast í algjört blóðbað, Stjarnan var komin með 11 stiga forskot og stefndi í algjöra yfirburði. Þá tók Ágúst Björgvinsson leikhlé og hans menn komust á smá skrið og náðu að laga stöðuna. Valur fékk þó aldrei að komast of nálægt Stjörnunni og fyrri hálfleikurinn þróaðist þannig að liðin skiptust á áhlaupum, eins og vill svo oft vera. Valsmenn náðu að kveikja smá neista en það var ávallt slökkt á honum þegar þeir voru komnir of nálægt heimamönnum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 42-35 fyrir Stjörnuna. Í þriðja leikhluta kaffærði Stjarnan Valsmenn. Seinni hálfleikurinn byrjaði keimlíkt þeim fyrri og Stjarnan tók gott áhlaup. Ágúst tók aftur leikhlé, en í þetta skiptið hafði það ekki sömu áhrif, Stjarnan hélt áhlaupi sínu áfram og gerði algjörlega út um leikinn á þessum tíu mínútum. Eftir þriðja leikhluta var staðna 86-53 og fjórði leikhluti varð aðeins formsatriði. Stærstu nöfnin í báðum liðum hvíldu í fjórða leikhluta, varamennirnir fengu aðeins að láta ljós sitt skína og unnu niður leiktímann, þegar upp var staðið munaði 36 stigum á liðunum 107-71.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar eru með besta lið landsins. Það getur enginn neitað því, allavega eins og staðan er í dag. Valsmenn eru ekki alveg lausir úr fallbaráttu og það er einfaldlega gæðamunur á þessum liðum. Gestirnir gerðu það sem þeir gátu og þeir náðu að halda í við heimamenn í fyrri hálfleik, en það var í raun ljóst strax frá fyrstu mínútum þegar Stjarnan náði að byggja upp forskot að róðurinn yrði mjög erfiður fyrir Val í dag. Valsmenn fengu einfaldlega aldrei að finna lyktina af sigrinum.Hverjir stóðu upp úr? Brandon Rozzell var yfirburðamaður á gólfinu í kvöld. Hann var sérstaklega áberandi í þriðja leikhluta þegar Stjarnan var að keyra yfir Val, hann setti niður hvern þristinn á fætur öðrum, stal boltum og var einfaldlega allt í öllu. Nöfn sem eru fastagestir í þessum lið eins og Hlynur Bæringsson, Ægir Þór Steinarsson og Antti Kanervo skiluðu allir sínu en enginn þeirra átti neinn stjörnuleik. Hjá Val var það helst Dominique Rambo sem dró þá áfram í fyrri hálfleik, í seinni hálfeik var einfaldlega enginn sem stóð eitthvað sérstaklega upp úr hjá Val.Hvað gekk illa? Valsmenn hittu ekkert sérstaklega vel ofan í körfuna í dag og það er erfitt gegn jafn sterkum andstæðing. Þeir voru í nokkrum vandræðum í sóknarleiknum, töpuðu boltum og voru undir í frákastabaráttunni. Lið sem fer venjulega í kringum 90 stig í stigaskori en nær bara 71 stigi, vissulega gegn einni bestu vörn landsins, er greinilega ekki að spila sinn besta sóknardag.Hvað gerist næst? Það er spilað þétt fyrir uppkomandi bikarhlé, næsta umferð hefst á fimmtudaginn. Bæði þessi lið spila hins vegar á föstudag, Valsmenn fá ÍR í heimsókn í Reykjavíkurslag og leik sem gæti reynst stór í baráttu um úrslitakeppnina en Stjarnan fer á Sauðárkrók og sækir Tindastól heim í stórleik í toppbaráttunni.Arnar GuðjónssonArnar: Getum ekkert farið í skýin „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við náðum góðu „run-i“ í þriðja leikhluta og stungum þá af þar, en við vorum í tómu basli með þá í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Náðum samt að láta þá nota mikla orku sem hjálpaði okkur í þriðja.“ Hvað var það sem skóp sigurinn fyrir Stjörnuna? „Þriðji leikhlutinn. Við hittum úr held ég öllu sem við skutum, spiluðum ágæta vörn á kafla, stálum boltanum og náðum að hlaupa hraðaupphlaup og þar lá þetta eiginlega bara.“ Arnar gat hvílt stærstu stjörnurnar sínar í fjórða leikhluta sem var væntanlega kærkomið í eins þéttu leikjaprógrammi og er þessa dagana. „Jájá, við erum með flotta stráka á bekknum. Ég var ánægður með Dúa í dag, hann gerði vel á köflum, og gott að koma öllum að. Það eru menn sem leggja sig hart fram á æfingum og þeir eiga alveg skilið að spreyta sig í leikjunum líka.“ Eftir ellefta sigurinn í röð geta fáir mótmælt því að Stjarnan sé besta liðið á landinu, eða hvað? „Þetta byrjar 0-0 fyrir norðan á föstudaginn, við getum ekkert farið í skýin með það. Alveg eins og þegar þú tapar leikjum, það þýðir ekkert að það sé myrkur fram undan. Þú þarft að halda áfram alveg sama hvernig síðasti leikur fór,“ sagði Arnar Guðjónsson.Ágúst Björgvinssonvísir/daníelÁgúst: Fórum illa að ráði okkar í fyrri hálfleik „Þriðji leikhlutinn var alveg afleitur af okkar hálfu og frábær af þeirra hálfu. Þeir hittu úr öllu og skoruðu á okkur einhver 44 stig, það var undirstaðan á þessu stóra tapi,“ sagði svekktur Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, í leikslok. Er Stjarnan ekki bara einfaldlega of gott lið fyrir Val eins og staðan er í dag? „Við kannski fórum svolítið illa að ráði okkar í fyrri hálfleik, gerðum margt ágætlega en vorum að hitta illa úr mjög góðum færum. Ef við hefðum hitt betur úr þeim þá hefði staðan verið önnur í hálfleik og þá veit maður ekki hvernig leikurinn hefði þróast.“ „Þeir stjórna þessum leik, spila hörku vörn á okkur og gera vel.“ „Það skiptir ekki öllu máli þegar þú ert búinn að tapa, hvort hann tapast með 10, 30 eða 40. Þetta snýst meira um hvernig leikmenn klára hann inni á vellinum og ég var alveg nokkuð sáttur með það.“ „Það er mjög erfitt að spila þegar þú ert kominn svona mikið undir en ég var mjög ánægður með að menn gáfu sig samt alla í það,“ sagði Ágúst Björgvinsson.Hlynur Bæringssonvísir/báraHlynur: Fannst við alltaf hafa leikinn „Sérstaklega var þetta þægilegt í seinni hálfleik þegar við skoruðum næstum því að vild, snögghitnuðum og á sama tíma stoppuðum við þá alveg. Þá var þetta í raun og veru bara búið,“ sagði Hlynur Bæringsson. „Við vorum eitthvað pirraðir í fyrri hálfleik og hefðum kannski betur sleppt því, en mér fannst við alltaf hafa leikinn þannig lagað. Ég hafði aldrei miklar áhyggjur af því.“ „Í seinni hálfleik byrjaði boltinn að flæða og svo setti Brandon stór skot og allt mómentið var með okkur. Þetta var mjög flottur þriðji leikhluti.“ Stjarnan á stórleik við Tindastól norður á Sauðárkróki á föstudag og því var ágætt fyrir menn eins og Hlyn að geta hvílt aðeins í þessum leik. „Já, það var ágætt. Við ætlum bara að fara þangað og vinna, við erum með bullandi sjálfstraust og okkur finnst við eiga að vinna alla leiki, það er bara þannig. Við förum á Sauðárkrók til þess að vinna aftur,“ sagði Hlynur Bæringsson.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti