Hristum upp í vinnutímamódelinu Þórir Garðarsson skrifar 1. febrúar 2019 08:45 Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Sífellt er gerð meiri krafa um þjónustu stóran hluta sólarhringsins. Þjónustustörfum hefur fjölgað verulega. Viðmið kjarasamninga um dagvinnutíma hafa hins vegar ekki breyst. Fyrir vikið er skekkja í launasambandi vinnuveitenda og þeirra sem starfa mikið utan hefðbundins dagvinnutíma. Þetta er skekkja sem kemur hvorugum til góða en það ætlar að reynast þrautin þyngri að leiðrétta hana. Mjög margir í þjónustustörfum, t.d. í ferðaþjónustunni, vinna ekki aðeins milli klukkan 8-17. Kjarasamningar ganga hins vegar út á að á því tímabili séu greidd dagvinnulaun og utan þess álagsgreiðslur sem eru mun hærri hér en t.d. almennt gerist á Norðurlöndunum. Fyrir vikið er hlutfall dagvinnulauna lágt af heildar launagreiðslum flestra. Þeir sem hins vegar aðeins vinna þjónustustörf milli klukkan 8-17 bera skarðan hlut frá borði vegna þessa ójafnvægis.Hærri grunnlaun, lægri álagsgreiðslur Ég átti sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins árið 2015 og beitti mér þá fyrir því að farið yrði í breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga. Hugmyndin var að grunnlaun yrðu hækkuð verulega og á móti kæmi lækkun álagsgreiðsla og sveigjanlegri vinnutími. Gerð var bókun milli aðila kjarasamninga um að stefna að breytingum á skilgreindum vinnutíma og nálgast það skipulag vinnutíma sem algengast er á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir ágætan skilning margra á ávinningi þess að færa okkur nær Norðurlöndunum í þessum efnum hefur ekkert breyst. Haldið er fast í hina gömlu skilgreiningu á dagvinnutíma og háar álagsgreiðslur utan hans. Slík afmörkun gat átt við þegar flest störf voru innt af hendi að degi til virka daga og lítið var um þjónustu seinni hluta dags, á kvöldin eða um helgar. En þjóðfélagið er gjörbreytt hvað þetta varðar. Vinnutímaákvæðin endurspegla það hins vegar ekki. Þröng skilgreiningu á þeim heldur grunnlaunum niðri, hvetur til yfirvinnu og lengir þar með vinnutíma. Það er í æpandi mótsögn við áform um að reyna að stytta vinnutímann. Horfum á vinnuframlagið fremur en klukkuna Breyting á vinnutímaákvæði kjarasamninga hefur ekki aðeins þau jákvæðu áhrif að grunnlaun hækki og starfsfólk þurfi síður að treysta á álagsgreiðslur. Með minni pressu á að sem flest störf séu innt af hendi milli kl. 8-17 vegna ákvæða kjarasamning léttir á umferð morgna og síðdegis. Samverustundum foreldra og barna getur fjölgað með breytilegum vinnutíma foreldra. Launþegar og vinnuveitendur hefðu miklu meiri sveigjanleika um upphaf og endi vinnutíma. Þeir sem vilja gætu ýmist byrjað fyrr að vinna á morgnanna eða síðar um daginn eða jafnvel unnið tvo langa vinnudaga í viku og tvo stutta ef það hentar. Lykillinn að breytingunni er að grunnlaun endurspegli vinnuframlagið fremur en klukkan hvað vinnan fer fram. Við Íslendingar hefðum gott af því að hrista aðeins upp í kerfinu. Það gæti skilað okkur meiri framleiðni, styttri vinnutíma og fjölskylduvænni vinnumarkaði líkt og hjá frændum okkar á Norðurlöndunum.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun