Löngu tímabært að styðja við rekstur einkarekinna fjölmiðla Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. febrúar 2019 06:00 Lilja Alfreðsdóttir kynnti frumvarp um stuðning við rekstur einkarekinna fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Sjá meira
„Ég er ánægð með að þetta frumvarp sé að líta dagsins ljós og að mínu mati er löngu tímabært að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla. Miðað við undirbúninginn og hvernig við erum búin að fara yfir stöðu fjölmiðla er ég bjartsýn á að frumvarpið fái góðar viðtökur,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra sem kynnti í gær frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Frumvarpið er nú komið í Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt verður að senda inn athugasemdir til 15. febrúar en stefnt er að því að það verði lagt fram á Alþingi í vor. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórnarkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári. Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmarkmið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarksútgáfu. „Ég held að með þessum skilyrðum séum við að búa til ákveðinn ramma og festu er varðar rekstur fjölmiðla,“ segir Lilja. Hugmyndir um stuðning við einkarekna fjölmiðla voru kynntar í haust en þá kom fram að einnig væri stefnt að því að draga úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. „Við erum að skoða þau mál áfram en mér fannst brýnt að koma með þetta frumvarp núna í janúar eins og lagt var upp með. Það er mikilvægt að geta klárað ákveðna þætti þegar maður er með svona heildstæða aðgerð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00 Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15 Mest lesið Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Sjá meira
Einhugur í ríkisstjórninni um ríkisstyrki til fjölmiðla Fimmtíu milljóna króna þak á verður á styrk sem einkareknir fjölmiðlar geta fengið úr ríkissjóði árlega samkvæmt frumvarpi menntamálaráðherra. Einkareknu miðlarnir geta fengið fjórðung af ritstjórnarkostnaði endurgreiddan upp að þakinu. Einhugur er í ríkisstjórninni um frumvarpið sem mun kosta ríkissjóð 400 milljónir króna á ári. 31. janúar 2019 18:00
Þak á endurgreiðslu ríkisins til fjölmiðla verður 50 milljónir á ári Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla í ráðuneytinu í morgun. 31. janúar 2019 12:15