Fyrrum markvörður sænska landsliðsins var eiturlyfjafíkill og íhugaði sjálfsvíg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 11:30 Magnus Hedman er á góðum stað í lífinu í dag. vísir/getty Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar. Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Það muna margir eftir vinalega sænska markverðinum Magnusi Hedman sem var á mála hjá Celtic, Chelsea og Coventry ásamt því að standa á milli stanganna hjá sænska landsliðinu. Hann lék lengstum með AIK og Coventry en átti ágætan tíma hjá Celtic og ítalska liðinu Ancona áður en hann hætti. Eftir að hann var hættur hafði Chelsea samband vegna markvarðarvandræða og Hedman var í herbúðum félagsins eitt tímabil. Hann tók treyjumúmer Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Lundúnaliðinu en spilaði aldrei. Hann átti flottan feril en lífið varð honum erfitt eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hedman var að glíma við þunglyndi og sökkti sér í fíkniefnaneyslu. Staðan varð svo slæm að hann íhugaði oft að svipta sig lífi. „Ég fór heim og googlaði bestu leiðirnar til þess að binda enda á líf mitt. Svo stóð ég á svölunum mínum á tólftu hæð tímunum saman og íhugaði að enda þetta allt saman. Þá fékk ég mikilvægt símtal frá vini mínum sem dró mig á fund og ég tók því aldrei skrefið fram af svölunum,“ sagði Hedman.Það var Jose Mourinho sem fékk Hedman til Chelsea á sínum tíma.vísir/gettyHann átti aldrei von á því að verða eiturlyfjaneytandi. „Ég ákvað að prófa bara einu sinni en ég varð háður þessu strax. Ég var svo djúpt sokkinn í neyslu í fjögur ár,“ sagði Hedman sem fljótlega var kominn í kókaínneyslu og brenndi upp öllu sínu sparifé eftir fótboltaferilinn. Svo djúpt sokkinn var markvörðurinn að hann fór varla út úr húsi í þrjú ár. „Ég veit núna að ég lét fíkniefnin fylla upp í gatið sem fótboltinn skildi eftir sig. Ég þekkti ekki sjálfan mig, aðeins markvörðinn Magnus. Það olli mér miklum áhyggjum.“ Hedman var giftur poppstjörnunni Magdalena Graaf og á með henni tvo syni. Hjónabandið leystist upp í ruglinu. Á endanum fékk Hedman hjálp frá sérfræðingi og með þeirri góðu aðstoð komst hann aftur á lappir. Í dag er hann á góðum stað og horfir björtum augum til framtíðarinnar.
Fótbolti Svíþjóð Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira