Sækja tjón sitt vegna friðunar Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 19. febrúar 2019 06:00 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16