Klopp mætir Bayern enn og aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2019 10:30 Klopp á bekknum á heimavelli Bayern. vísir/getty Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira
Liverpool, silfurlið Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili, tekur á móti Bayern München í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.00. Á sama tíma mætast Lyon og Barcelona í Frakklandi. Þrátt fyrir að hafa unnið keppnina fimm sinnum hvort lið er þetta aðeins þriðji leikur Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni. Þau mættust í undanúrslitunum 1981. Fyrri leikurinn á Anfield endaði með markalausu jafntefli en sá síðari í München 1-1. Liverpool fór í úrslitaleikinn á útivallarmarki. Rauði herinn varð svo Evrópumeistari eftir 1-0 sigur á Real Madrid. Liverpool og Bayern mættust síðast í leiknum um Ofurbikar Evrópu í ágúst 2001. Niko Kovac, knattspyrnustjóri Bayern, kom við sögu í leiknum sem Liverpool vann 3-2. Virgil van Dijk tekur út leikbann í kvöld og þá er óvíst hvort Dejan Lovren getur spilað vegna meiðsla. Fyrir er Joe Gomez á meiðslalistanum. Það mun því mikið mæða á Joël Matip í miðri vörn Liverpool. Hjá Bayern er Thomas Müller í leikbanni og Kingsley Coman og Arjen Robben eru tæpir vegna meiðsla. Bayern er það lið sem Jürgen Klopp hefur oftast mætt á stjóraferlinum, eða 29 sinnum. Lið hans hafa unnið níu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað 16. Sárasta tapið gegn Bayern kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013 þegar Klopp var við stjórnvölinn hjá Dortmund. Þá voru Robert Lewandowski og Mats Hummels í liði Dortmund en þeir leika með Bayern í dag. Lyon og Barcelona voru bæði ósigruð í riðlakeppninni þótt árangur liðanna hafi verið misgóður. Barcelona vann fjóra af sex leikjum sínum og gerði tvö jafntefli á meðan Lyon vann einn leik og gerði fimm jafntefli. Átta stig dugðu Lyon þó til að komast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn frá tímabilinu 2011-12. Barcelona hefur hins vegar komist í 16-liða úrslit 15 ár í röð. Liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar 2009 þar sem Barcelona vann 6-3 samanlagt. Börsungar hafa unnið fjóra af sex leikjum sínum gegn Lyon í Meistaradeildinni og gert tvö jafntefli.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Sjá meira