Alls kyns kyn Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Tímarnir eru áhugaverðir. Á sama tíma og maður upplifir það að kynin séu stundum við það að fara endanlega í hár saman, og maður skynjar veröldina endrum og eins sem einhvers konar kynjastríð, þá virðist þögul og mögnuð bylting eiga sér stað undir niðri. Við erum að upplifa þá tíma, að hin hefðbundni dilkadráttur mannkyns í karla og konur er að verða í meira lagi óskýr. Sífellt fleiri vilja ekki bera þá takmörkuðu kynjamerkimiða sem samfélagið úthlutar. Á sama tíma og hefðbundnu kynin kýta, er því að molna undan tilveru þeirra. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau, að forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði og flugfélög úti í heimi eru farin að opna fyrir skráningu á mun fleiri kynjum heldur en bara karli og konu. Sem áhugamanni um hrun hugtakakerfa verð ég að segja að mér finnst þetta ferlega bitastætt. Frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir að gerður verði skýr greinarmunur á kynlegum einkennum — eins og þeim að manneskja sé með typpi — og hins vegar kyni. Fólk, hvernig sem það er úr garði gert líkamlega, mun öðlast rétt til þess að skrá sig sem það kyn sem því sýnist. Og þá líka sem ekkert kyn.Litaskalinn Ég fagna þessu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að veröldin sé ekki svarthvít. Ég á í miklum erfiðleikum með þessa stóru merkimiða sem eru notaðir í umræðunni, til þess að skipta fólki upp í alls konar risastóra hópa sem eiga sér í raun ákaflega litlar stoðir í raunveruleikanum. Mannkynið skiptist ekki í karla og konur, nema á einhvern fáránlega takmarkaðan og þýðingarlítinn hátt. Veröldin er litaskali. Allir eru bæði karl og kona, eða hvorugt, í mismiklum mæli. Allir eru sérstakir. Fyrst og fremst erum við einstaklingar, hver með einstaka reynslu og einstaka manngerð. Kannski væri best af öllu að afnema skráningu á kyni algjörlega? Hvaða þýðingu hefur hún í raun?Allir vita Ég skil þá spurningu eftir í loftinu. Hliðarnar á þessu eru margar og vangavelturnar óteljandi. Samkvæmt frumvarpinu getur karl orðið ófrískur og fætt barn, enda með kynleg einkenni til þess. Og kona getur gert það sem „karlar“ hafa hingað til bara gert: Slegist á sveitaböllum og átt erfitt með að hafa stjórn á vindgangi snemma á morgnana.Er ástæða til að hafa áhyggjur? Fer ekki allt í kalda kol og enginn veit lengur í hvaða búningsklefa hann/hún/það á að fara í sundlaugunum? Verða kannski margir búningsklefar? Og lendir fólk sem ber augljós einkenni karla, eins og sítt skegg, skósíðan pung, fílseyru og nefhár, ekki í vandræðum á landamærum þeirra ríkja sem eru meira í boxinu en við, þegar það sýnir vegabréf sem segir að það sé kona? Jú jú, kannski. Kannski verður alls konar vesen og margir verða ringlaðir í kollinum við að reyna að fatta öll þessi kyn, og að kyn sé ekki lengur tengt hvaða kynfæri manneskja er með, og svo framvegis. En svona er þetta: Það er langt síðan allir vissu að manneskja sem fæddist með pung væri ekki endilega karl. Og það er langt síðan allir vissu að manneskja með leg væri ekki endilega kona.Meiri svona víðsýni Hér stendur til að aðlaga lögin veruleikanum. Það er gleðiefni. Fólk fær að vera það sjálft. Um leið og ég gleðst yfir þessu get ég þó ekki orða bundist yfir öðru. Ég get ekki neitað því að ég vildi óska þess að álíka framsækni og víðsýni gætti á öðrum sviðum. Að byltingar tíðarandans rötuðu inn í aðra mikilvæga lagabálka líka. Ég ætla að nefna tvennt. Það mun skjóta skökku við, hljóti frumvarpið brautargengi, að fólk sem breytt hefur kynjaskráningu sinni muni ekki vera sjálfráða um það að velja sér sitt eigið nafn. Við hljótum að leggja niður mannanafnanefnd. Það er varla lagaleg kvöð nokkurs háns að viðhalda íslenskri nafnahefð. Nefndin mun falla saman um leið og umsagnir um nöfn í hvorugkyni fara að berast henni í stríðum straumum. Hver getur mótmælt nöfnum eins og Sólskin eða Blóm? Hitt er svo þetta: Megi þessi hressandi víðsýni, þessi fagri vilji ríkisstjórnarinnar til þess að horfast í augu við breytta veröld og aðlaga lögin að henni, verða til þess að löggjafinn drífi loksins í því að breyta líka barnalögum. Í þeim er sú blekking höfð að grundvallaratriði að börn skuli einungis búa á einu heimili, en allir vita að þau búa ákaflega oft á tveimur. Ef löggjafinn getur viðurkennt mörg kyn, og að karl geti verið ófrískur, hlýtur hann að geta viðurkennt þetta líka og breytt lögum til samræmis við veruleikann í öllum sínum margbreytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Tímarnir eru áhugaverðir. Á sama tíma og maður upplifir það að kynin séu stundum við það að fara endanlega í hár saman, og maður skynjar veröldina endrum og eins sem einhvers konar kynjastríð, þá virðist þögul og mögnuð bylting eiga sér stað undir niðri. Við erum að upplifa þá tíma, að hin hefðbundni dilkadráttur mannkyns í karla og konur er að verða í meira lagi óskýr. Sífellt fleiri vilja ekki bera þá takmörkuðu kynjamerkimiða sem samfélagið úthlutar. Á sama tíma og hefðbundnu kynin kýta, er því að molna undan tilveru þeirra. Nýjustu tíðindin í þessum efnum eru þau, að forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði og flugfélög úti í heimi eru farin að opna fyrir skráningu á mun fleiri kynjum heldur en bara karli og konu. Sem áhugamanni um hrun hugtakakerfa verð ég að segja að mér finnst þetta ferlega bitastætt. Frumvarp forsætisráðherra gerir ráð fyrir að gerður verði skýr greinarmunur á kynlegum einkennum — eins og þeim að manneskja sé með typpi — og hins vegar kyni. Fólk, hvernig sem það er úr garði gert líkamlega, mun öðlast rétt til þess að skrá sig sem það kyn sem því sýnist. Og þá líka sem ekkert kyn.Litaskalinn Ég fagna þessu. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að veröldin sé ekki svarthvít. Ég á í miklum erfiðleikum með þessa stóru merkimiða sem eru notaðir í umræðunni, til þess að skipta fólki upp í alls konar risastóra hópa sem eiga sér í raun ákaflega litlar stoðir í raunveruleikanum. Mannkynið skiptist ekki í karla og konur, nema á einhvern fáránlega takmarkaðan og þýðingarlítinn hátt. Veröldin er litaskali. Allir eru bæði karl og kona, eða hvorugt, í mismiklum mæli. Allir eru sérstakir. Fyrst og fremst erum við einstaklingar, hver með einstaka reynslu og einstaka manngerð. Kannski væri best af öllu að afnema skráningu á kyni algjörlega? Hvaða þýðingu hefur hún í raun?Allir vita Ég skil þá spurningu eftir í loftinu. Hliðarnar á þessu eru margar og vangavelturnar óteljandi. Samkvæmt frumvarpinu getur karl orðið ófrískur og fætt barn, enda með kynleg einkenni til þess. Og kona getur gert það sem „karlar“ hafa hingað til bara gert: Slegist á sveitaböllum og átt erfitt með að hafa stjórn á vindgangi snemma á morgnana.Er ástæða til að hafa áhyggjur? Fer ekki allt í kalda kol og enginn veit lengur í hvaða búningsklefa hann/hún/það á að fara í sundlaugunum? Verða kannski margir búningsklefar? Og lendir fólk sem ber augljós einkenni karla, eins og sítt skegg, skósíðan pung, fílseyru og nefhár, ekki í vandræðum á landamærum þeirra ríkja sem eru meira í boxinu en við, þegar það sýnir vegabréf sem segir að það sé kona? Jú jú, kannski. Kannski verður alls konar vesen og margir verða ringlaðir í kollinum við að reyna að fatta öll þessi kyn, og að kyn sé ekki lengur tengt hvaða kynfæri manneskja er með, og svo framvegis. En svona er þetta: Það er langt síðan allir vissu að manneskja sem fæddist með pung væri ekki endilega karl. Og það er langt síðan allir vissu að manneskja með leg væri ekki endilega kona.Meiri svona víðsýni Hér stendur til að aðlaga lögin veruleikanum. Það er gleðiefni. Fólk fær að vera það sjálft. Um leið og ég gleðst yfir þessu get ég þó ekki orða bundist yfir öðru. Ég get ekki neitað því að ég vildi óska þess að álíka framsækni og víðsýni gætti á öðrum sviðum. Að byltingar tíðarandans rötuðu inn í aðra mikilvæga lagabálka líka. Ég ætla að nefna tvennt. Það mun skjóta skökku við, hljóti frumvarpið brautargengi, að fólk sem breytt hefur kynjaskráningu sinni muni ekki vera sjálfráða um það að velja sér sitt eigið nafn. Við hljótum að leggja niður mannanafnanefnd. Það er varla lagaleg kvöð nokkurs háns að viðhalda íslenskri nafnahefð. Nefndin mun falla saman um leið og umsagnir um nöfn í hvorugkyni fara að berast henni í stríðum straumum. Hver getur mótmælt nöfnum eins og Sólskin eða Blóm? Hitt er svo þetta: Megi þessi hressandi víðsýni, þessi fagri vilji ríkisstjórnarinnar til þess að horfast í augu við breytta veröld og aðlaga lögin að henni, verða til þess að löggjafinn drífi loksins í því að breyta líka barnalögum. Í þeim er sú blekking höfð að grundvallaratriði að börn skuli einungis búa á einu heimili, en allir vita að þau búa ákaflega oft á tveimur. Ef löggjafinn getur viðurkennt mörg kyn, og að karl geti verið ófrískur, hlýtur hann að geta viðurkennt þetta líka og breytt lögum til samræmis við veruleikann í öllum sínum margbreytileika.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun