Synjað um námu fyrir jólatré við Bláfjallaveg Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2019 08:27 Í námunni var hluti stórmyndarinnar Noah tekinn upp. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Áform Skógræktarfélags Hafnarfjarðar um ræktun í námu við Bláfjallaveg virðast ekki ætla að ganga eftir. Skógræktarfélagið kvaðst í erindi til Hafnarfjarðarbæjar vilja fá námuna og svæðið í norðanverðum Undirhlíðum til ræktunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis mælir hins vegar gegn því varðandi námuna. Hún var opnuð í tengslum við gerð Bláfjallavegar og lokað fyrir nokkrum árum. „Náman er inni á fjarsvæði vatnsverndar vegna vatnsbólanna í Kaldárbotnum. Botn hennar er klöpp og skammt niður á grunnvatn sem líkur eru á að geti streymt til vatnsbóla Hafnfirðinga í Kaldárbotnum. Ljóst er að ef farið verður í áformaða skógrækt innan marka námunnar þurfa að koma til miklir flutningar á jarðvegi og hrossataði eða öðrum áburðarefnum,“ bendir heilbrigðiseftirlitið á í umsögn til bæjaryfirvalda. „Heilbrigðiseftirlitið telur ótímabært að verða við erindinu fyrr en niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir og að sýnt hafi verið fram á að öryggi vatnsbólanna verði ekki stefnt í hættu,“ segir í umsögninni. Skógræktarfélagið vill námuna undir ræktun á jólatrjám. „Náman verður fyrst og fremst notuð til að gera tilraunir með ræktun sígrænna trjátegunda, sem gætu hentað sem jólatré.“ Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar hafnaði á miðvikudag erindi skógræktarfélagsins á grundvelli álits heilbrigðiseftirlitsins. Jónatan Garðarsson, stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar og formaður þess er erindið var sent 2017, segir álit heilbrigðiseftirlitsins byggt á misskilningi. „Það verða engin efni sett í jörðu. Ætlunin er að dreifa fræjum af furu og greni og það verður látið spretta af sjálfu sér á náttúrulegan hátt,“ segir Jónatan Garðarsson. „Þeir hafa ekki einu sinni leitað til okkar til að kanna málið. Furan er best í svona grýttu, rýru landi og það að setja mold þarna myndi eyðileggja svæðið. Og hrossaskítur þarf ekki að vera þarna; það þarf ekki að vera neinn áburður. Þetta þrífst algjörlega án hans.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Skipulag Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira