Segja tilskipun ESB eyðileggja internetið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. febrúar 2019 07:00 Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör. Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira
Það styttist í úrslitastundina í tæplega þriggja ára löngu lobbíistastríði um nýja höfundarréttartilskipun sem verið hefur í smíðum í Brussel í tæp þrjú ár. Helstu hagsmunaaðilar á sviði annars vegar höfundarréttar og hins vegar upplýsingamiðlunar í Evrópu, og reyndar heiminum öllum hafa skipst í fylkingar með og á móti tilskipuninni. Annar hópurinn, með tónlistarmenn, kvikmyndaframleiðendur og alla helstu fjölmiðla Evrópu innanborðs, segir tilskipunina nauðsynlega til að stemma stigu við alræði og rányrkju netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter, sem hagnist gríðarlega á ólöglegum deilingum höfundarvarins efnis, án þess að eigendur efnisins og rétthafar fái nokkuð í sinn hlut. Hinn hópurinn, sem í eru ekki aðeins netrisarnir sjálfir heldur einnig fjölmörg mannréttindasamtök og talsmenn tjáningar- og upplýsingafrelsis, segir að tilskipunin muni binda enda á frjálsa miðlun upplýsinga og breyta internetinu eins og við þekkjum það og jafnvel eyðileggja það alveg. Talsmenn tilskipunarinnar á vettvangi Evrópusambandsins hafa brugðist hart við gagnrýninni og vísa henni á bug sem falsfréttum runnum undan rifjum netrisanna Google, YouTube, Facebook og Twitter. Hugmyndin sé að færa höfundarréttinn inn í 21. öldina og rétta hlut tónlistarmanna, kvikmyndaframleiðenda, fjölmiðla og annarra rétthafa enda raunveruleikinn sá að netrisarnir taki til sín lungann af tekjum þeirra. Tilskipunin verður borin upp til samþykktar í viðeigandi nefnd Evrópuþingsins næsta mánudag og verði hún samþykkt þar fer hún til almennrar atkvæðagreiðslu í Evrópuþinginu annaðhvort seint í mars eða snemma í apríl. Búast má við að stríðandi fylkingar nýti sér nú komandi kosningar til Evrópuþingsins og þrýsti sem aldrei fyrr á þingmenn sem hyggja á endurkjör.
Birtist í Fréttablaðinu Evrópusambandið Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Sjá meira