Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 87-73 | Stjarnan of stór biti fyrir ÍR Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 14. febrúar 2019 22:00 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/bára Stjarnan vann ÍR 86-73 í undanúrslitum Geysis-bikars karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en reynslumiklir leikmenn Stjörnunnar kláruðu þetta í fjórðu leikhluta. Sigurinn kemur Stjörnunni í úrslitaleikinn sem hefst klukkan 16:30 á laugardaginn. Leikurinn byrjaði sem þristasýning. Fyrstu 4 skot leiksins voru þriggja stiga skot og fóru þau öll ofan í. Stjörnumenn byrjuðu töluvert betur og voru eftir rúmar 5 mínútur komnir fyri 20-8. Í þeirri stöðu tók Borche þjálfari ÍR leikhlé, eftir að Borche fékk að ræða málin með sínum mönnum komust Breiðhyltingar aftur inn í leikinn. Þeir unnu restina af leikhlutanum 13-4 og náðu þannig að minnka muninn niður í 24-21 í lok leikhlutans. Stjörnumenn voru sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna áður en Borche tók leikhléið og voru búnir að setja niður 6 skot í 9 tilraunum. Eftir leikhléið batnaði varnarleikur ÍR hinsvegar til muna og Garðbæingarnir klúðruðu næstu fimm þriggja stiga skotum. Siguður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR byrjaði annan leikhluta heldur betur af krafti og skoraði 8 af fyrstu 11 stigum ÍRinga. Sigurður jafnaði leikinn í stöðunni 32-32 eftir tæpar fimm mínútur. Kevin Capers kom ÍR síðan yfir nokkrum mínútum síðar með þrist en síðan skiptust liðin á forystunni út leikhlutann. Staðan í hálfleik var 42-41 ÍR í vil. ÍR voru með meiri orku og baráttu í fyrri hálfleik og náðu þannig að gera þetta að leik. Stjörnumenn skiptust á að taka þriggja stiga skot í byrjun skotklukkunar með mis góðu gengi en voru ekki að finna stóru strákana undir körfunni. Þriðji leikhluti var gríðarlega jafn eins og annar leikhluti. Liðin skiptust á körfum og baráttan var mikil. Í stöðunni 47-51 skora Stjarnan 9 stig í röð og myndar smá forskot, ÍR náðu aldrei aftur forystunni í leiknum. ÍR fengu tækifæri til að jafna í lok leikhlutans eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á Antti Kanervo fyrir brot á Matthíasi Orra í stöðunni 60-56. Matthías Orri setti niður vítin sín en síðan náðu ÍRingar ekki að jafna í lokasókn leikhlutans svo staðan eftir þrjá leikhluta var 60-58 Stjörnunni í vil. Fjórði leikhluti var jafn framan af en það sást samt alltaf að ÍR þurftu að hafa miklu meira fyrir hverju stigi en Stjarnan. Stjarnan byggðu hægt og rólega upp forskot sem ÍR gátu aldrei náð. ÍR voru að taka mikið af ótímabærum skotum og vantaði smá strúktur í sóknarleikinn þeirra. Stjörnumenn héldu hinsvegar bara áfram að finna opin skot og settu þau niður. Þeir settu niður 5 af 6 þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta og náðu þannig að kreista fram sigur gegn spræku ÍR liði. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er rosalega gott körfuboltalið. Þeir gátu oftar en ekki búið sér til opið skot og þeir eru frábæra skotmenn til að setja þau niður. Hverjir stóðu upp úr? Aðalkallarnir í Stjörnunni áttu allir góðan dag. Rozzell og Ægir stýrðu sóknarleiknum vel og hittu vel fyrir utan. Hlynur og Antti Kanervo hittu sömuleiðis vel fyrir utan og spiluðu hörku varnarleik. Kevin Capers var frábær fyrstu 30 mínúturnar en náði ekki að setja niður stóru skotin sem ÍR liðið þurfti til að komast alla leið í úrslitaleikinn, hann skoraði 33 stig á 23 skotum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var frábær fyrir ÍR sérstaklega í fyrri hálfleik. Stjarnan skoraði rosalega lítið úr teignum í fyrri hálfleik og Sigurður spilaði flotta vörn í teignum. Síðan skoraði hann líka 10 stig í fyrri hálfleik sem er ekki slæmt. Hvað gekk illa? Aukaleikararnir hjá ÍR náðu ekki að springa út á stóru sviðinu í kvöld. Gerald Robinson með 0 stig kemur kannski mest á óvart en samtals 3 stig frá Gerald, Trausta , Sæþóri og Sigurkarli eru einfaldlega ekki nóg. Þessir strákar geta betur og það verður spennandi að fylgjast með þeim í úrslitakeppninni. Það voru slagsmál í stúkunni í kvöld. Svona á náttúrulega aldrei að sjást á íþróttaviðburð á Íslandi og verður að líta svona atviki alvarlegum augum. Þessar stuðningsmannasveitir eru oftast flottar og eru duglegir að hvetja. Það er oftast stutt í grínið, sérstaklega hjá ÍRingunum en menn eiga að nota röddina ekki hnefana. Tölfræði sem vakti athygli 5/6 - Þriggja stiga nýtingin hjá Stjörnunni í fjórða leikhluta. Svona á að loka leikjum. 5 - Fjöldi leikmanna hjá ÍR sem skoraði í kvöld. Það segir sig eiginlega sjálft að það er ekki hægt að vinna lið eins og Stjörnuna þegar maður fær ekki framlag sóknarlega frá fleiri leikmönnum. Hvað gerist næst? Stjarnan spiller bikarúrslitaleik við annað hvort KR eða Njarðvík á laugardaginn. ÍR halda áfram í deildinni eftir helgi en þeir eru í hörku baráttu þar um sæti í úrslitakeppninni. Arnar: Þetta er leiðinlegasta spurning sem þú færð„Ég er mjög ánægður. Þetta er það sem við erum búnir að vera að stefna að. Það er gott að þetta hafðist í dag,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar beint eftir leik kvöldins. „Við hefðum kannski getað spilað af meiri ákefð í hluta af leiknum. En það er kannski bara eðlilegt þegar maður er mættur í undanúrslit. Að það hægist aðeins á þessu. Strákarnir gerðu mjög vel í fjórða leikhluta að framkvæma okkar áætlanir. Síðan batnaði varnarleikurinn líka í seinni hálfleik, ” sagði Arnar um frammistöðu Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan var mikið að leggja upp með í fyrri hálfleik varnarlega að tvöfalda á manninn með boltann og reyna að gildra. Þetta skilaði sér í einhverjum töpuðum boltum en líka í mörgum auðveldum skotum fyrir ÍR. „Þeir skoruðu 42 stig í fyrri hálfleik svo varnarleikurinn okkar var ekki nægilega góður í fyrri hálfleik.” Stjarnan tóku fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik. Arnar var samt ánægður með skotvalið hjá sínum mönnum. „Ef við fáum opið skot þá tökum við það.” Núna fer hinn undanúrslitaleikurinn að byrja, hvort liðið villt þú frekar fá á laugardaginn? „Liðið sem vinnur. Þeir eiga skilið að vera í úrslitum. Þetta er leiðinlegasta spurning sem þú færð í bikar. Hverjum langar þér að mæta.” Borche: Svekktur yfir að komast ekki í úrslitin„Ég er ánægður með að þetta var jafn leikur. Þrátt fyrir að stigataflan segi annað þá var þetta jafn leikur. Við misstum einbeitinguna í fjórða leikhluta í smá stund. Á sama tíma voru Stjarnan með Ægi og Hlyn sem kunna að refsa okkur þegar við missum einbeitinguna, ” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leikinn. Hann var nokkuð kátur miðað við svekkjandi tap en hann var heilt yfir ánægður með frammistöðuna. „Þeir komast yfir með 8-9 stigum og við komumst ekki aftur inn í leikinn. Annars var þetta mjög jafn leikur. Við sjáum það úr þessum leik að við getum spilað við hvaða lið sem er.” „Ég er mjög stoltur yfir frammistöðunni en ég er svekktur yfir að komast ekki í úrslitaleikinn. Ég held að allir leikmennirnir hafi trúað á að við gætum unnið í kvöld. Því miður fóru nokkrir hlutir varnarlega ekki samkvæmt áætlun, mér fannst það vera lykilatriði í leiknum,” sagði Borche aðspurður hversu stoltur hann væri af liðinu yfir frammistöðunni í bikarkeppninni í heild. Kevin Capers átti stórleik fyrir ÍR í kvöld með 33 stig. Það sást hinsvegar á honum í fjórða leikhluta að hann var þreyttur og hann náði ekki að búa til körfur fyrir ÍR þegar mest á reyndi. „Maður getur ekki spilað 40 mínútur með sömu orku allan tímann. Á einhverjum tímapunktum í leiknum þá verða að verður maður aðeins að leyfa öðrum að taka við keflinu. Á þessum tímapunktum í kvöld voru menn kannski nógu góðir að taka ábyrgð þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá Kevin. Gerald Robinson skoraði ekkert í kvöld, ef hann hefði nýtt sína sóknarhæfileika eitthvað í kvöld hefði niðurstaðan kannski verið önnur.” Ægir Þór: Mjög ánægður að sigra ÍR„Ég er mjög ánægður með að ná að sigra þetta lið. Við getum sagt að okkur langaði að mæta ÍR af þessum þremur liðum en fullt kredit á ÍRingana fyrir að spila bara hörku bolta hérna í dag. Þeir spiluðu vel saman, voru að skjóta vel og fráköstuðu náttúrulega sérstaklega vel við náðum engum sóknarfráköstum þannig að við þurftum að treysta á bara eitt skot í sókninni næstum því alltaf. Svo ég er bara rosalega ánægður með að ná að sigra ÍR, þetta er hörkulið, ” sagði Ægir Þór Steinarsson leikmaður Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Arnar þjálfari Ægis hafði sagt í viðtali nokkrum mínútum áður að þeir trúa á það í Stjörnunni að ef maður er opinn á maður bara að skjóta. Ægir var sammála hugmyndafræði þjálfara síns. „Algjörlega. Við erum með leikmenn sem geta skotið boltanum og ef það skot er opið þá er ekki spurning við þurfum bara að skjóta því. Þetta er ekkert nýtt hjá okkur við erum búnir að spila svona síðan fyrir áramót. Við þurfum samt sem áður að finna jafnvægi og koma boltanum inn í teig og taka síðan þessi skot fyrir utan. Þá náum við aðeins meira jafnvægi.” Hvort viltu frekar mæta KR eða Njarðvík á laugardaginn? „Nei. Þetta er einhver svona klassísk spurning sem maður fær alltaf. Maður getur sagt að maður vill mæta hvorugu liðinu þar sem þetta eru tvö frábær lið en ég er bara mjög spenntur að mæta öðru hverju liðinu.” Hvað er það sem gerir það að verkum að þú vilt spila á móti hvorugu liðinu á laugardaginn? „Útaf þetta eru hörkulið. Þetta er bara pakkaður hópur af góðum leikmönnum sem maður þarf virkilega að hafa fyrir til að ná að dekka og til að ná að skora og þetta er bara hvorugt spennandi einvígi fyrir okkur að fara í.” Sigurður Gunnar: Ég var frábær í fyrri hálfleik en bara með 3 stig í seinni„Við áttum fínan leik í 35 mínútur. Síðan rykktu þeir svolítið frá okkur. Þeir lokuðu miðjunni vel og hittu úr skotunum sínum, sérstaklega í seinni hálfleik, ” sagði Siguður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR um frammistöðuna eftir leikinn. Þetta var jafnt alveg fram í miðjan fjórða leikhluta en þá misstu ÍR Stjörnuna alveg frá sér. Sigurður var með einhverjar hugmyndir um afhverju þeir hættu að skora undir lokinn. „Við vorum að reyna að komast inn í teiginn hjá þeim og þeir gerðu bara vel að pakka vel þar inni. Við vorum ekki að hitta úr skotunum eða nýta okkur það á annan veg.” Kevin Capers var virkilega góður sóknarlega fyrstu þrjá leikhlutana en náði kannski ekki að stíga upp undir lokinn þegar þið þurftuð mest á honum að halda. Voruð þið nokkuð að treysta of mikið á hann sóknarlega? „Hann átti fínan leik. Svo bara hætti hann að hitta eins og margir í liðinu. Þetta var að ganga og svo hætti það. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Þetta er bikarleikur. Ég var frábær í fyrri hálfleik með 10 stig eða eitthvað og ég skora bara 3 í seinni. Það er líka hægt að benda á það, það er ekki hægt að benda á Kevin eitthvað sérstaklega.” Það styttist í úrslitakeppni og ÍR eru eins og staðan er núna í 8. sæti og myndu þar af leiðandi komast í úrslitakeppnina. Sigurður taldi leikinn geta hjálpað ÍR fyrir komandi átök. „Við erum ennþá að púsla okkur saman. Matti er að komast í spilaform og svona. Við getum ekki endalaust falið okkur á bakvið það en það er samt bara staðreyndin. Við áttum fínar 35 mínútur en það er ekki nóg á móti liði eins og Stjörnunni.” Dominos-deild karla
Stjarnan vann ÍR 86-73 í undanúrslitum Geysis-bikars karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en reynslumiklir leikmenn Stjörnunnar kláruðu þetta í fjórðu leikhluta. Sigurinn kemur Stjörnunni í úrslitaleikinn sem hefst klukkan 16:30 á laugardaginn. Leikurinn byrjaði sem þristasýning. Fyrstu 4 skot leiksins voru þriggja stiga skot og fóru þau öll ofan í. Stjörnumenn byrjuðu töluvert betur og voru eftir rúmar 5 mínútur komnir fyri 20-8. Í þeirri stöðu tók Borche þjálfari ÍR leikhlé, eftir að Borche fékk að ræða málin með sínum mönnum komust Breiðhyltingar aftur inn í leikinn. Þeir unnu restina af leikhlutanum 13-4 og náðu þannig að minnka muninn niður í 24-21 í lok leikhlutans. Stjörnumenn voru sjóðandi fyrir utan þriggja stiga línuna áður en Borche tók leikhléið og voru búnir að setja niður 6 skot í 9 tilraunum. Eftir leikhléið batnaði varnarleikur ÍR hinsvegar til muna og Garðbæingarnir klúðruðu næstu fimm þriggja stiga skotum. Siguður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR byrjaði annan leikhluta heldur betur af krafti og skoraði 8 af fyrstu 11 stigum ÍRinga. Sigurður jafnaði leikinn í stöðunni 32-32 eftir tæpar fimm mínútur. Kevin Capers kom ÍR síðan yfir nokkrum mínútum síðar með þrist en síðan skiptust liðin á forystunni út leikhlutann. Staðan í hálfleik var 42-41 ÍR í vil. ÍR voru með meiri orku og baráttu í fyrri hálfleik og náðu þannig að gera þetta að leik. Stjörnumenn skiptust á að taka þriggja stiga skot í byrjun skotklukkunar með mis góðu gengi en voru ekki að finna stóru strákana undir körfunni. Þriðji leikhluti var gríðarlega jafn eins og annar leikhluti. Liðin skiptust á körfum og baráttan var mikil. Í stöðunni 47-51 skora Stjarnan 9 stig í röð og myndar smá forskot, ÍR náðu aldrei aftur forystunni í leiknum. ÍR fengu tækifæri til að jafna í lok leikhlutans eftir að óíþróttamannsleg villa var dæmd á Antti Kanervo fyrir brot á Matthíasi Orra í stöðunni 60-56. Matthías Orri setti niður vítin sín en síðan náðu ÍRingar ekki að jafna í lokasókn leikhlutans svo staðan eftir þrjá leikhluta var 60-58 Stjörnunni í vil. Fjórði leikhluti var jafn framan af en það sást samt alltaf að ÍR þurftu að hafa miklu meira fyrir hverju stigi en Stjarnan. Stjarnan byggðu hægt og rólega upp forskot sem ÍR gátu aldrei náð. ÍR voru að taka mikið af ótímabærum skotum og vantaði smá strúktur í sóknarleikinn þeirra. Stjörnumenn héldu hinsvegar bara áfram að finna opin skot og settu þau niður. Þeir settu niður 5 af 6 þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta og náðu þannig að kreista fram sigur gegn spræku ÍR liði. Af hverju vann Stjarnan? Stjarnan er rosalega gott körfuboltalið. Þeir gátu oftar en ekki búið sér til opið skot og þeir eru frábæra skotmenn til að setja þau niður. Hverjir stóðu upp úr? Aðalkallarnir í Stjörnunni áttu allir góðan dag. Rozzell og Ægir stýrðu sóknarleiknum vel og hittu vel fyrir utan. Hlynur og Antti Kanervo hittu sömuleiðis vel fyrir utan og spiluðu hörku varnarleik. Kevin Capers var frábær fyrstu 30 mínúturnar en náði ekki að setja niður stóru skotin sem ÍR liðið þurfti til að komast alla leið í úrslitaleikinn, hann skoraði 33 stig á 23 skotum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var frábær fyrir ÍR sérstaklega í fyrri hálfleik. Stjarnan skoraði rosalega lítið úr teignum í fyrri hálfleik og Sigurður spilaði flotta vörn í teignum. Síðan skoraði hann líka 10 stig í fyrri hálfleik sem er ekki slæmt. Hvað gekk illa? Aukaleikararnir hjá ÍR náðu ekki að springa út á stóru sviðinu í kvöld. Gerald Robinson með 0 stig kemur kannski mest á óvart en samtals 3 stig frá Gerald, Trausta , Sæþóri og Sigurkarli eru einfaldlega ekki nóg. Þessir strákar geta betur og það verður spennandi að fylgjast með þeim í úrslitakeppninni. Það voru slagsmál í stúkunni í kvöld. Svona á náttúrulega aldrei að sjást á íþróttaviðburð á Íslandi og verður að líta svona atviki alvarlegum augum. Þessar stuðningsmannasveitir eru oftast flottar og eru duglegir að hvetja. Það er oftast stutt í grínið, sérstaklega hjá ÍRingunum en menn eiga að nota röddina ekki hnefana. Tölfræði sem vakti athygli 5/6 - Þriggja stiga nýtingin hjá Stjörnunni í fjórða leikhluta. Svona á að loka leikjum. 5 - Fjöldi leikmanna hjá ÍR sem skoraði í kvöld. Það segir sig eiginlega sjálft að það er ekki hægt að vinna lið eins og Stjörnuna þegar maður fær ekki framlag sóknarlega frá fleiri leikmönnum. Hvað gerist næst? Stjarnan spiller bikarúrslitaleik við annað hvort KR eða Njarðvík á laugardaginn. ÍR halda áfram í deildinni eftir helgi en þeir eru í hörku baráttu þar um sæti í úrslitakeppninni. Arnar: Þetta er leiðinlegasta spurning sem þú færð„Ég er mjög ánægður. Þetta er það sem við erum búnir að vera að stefna að. Það er gott að þetta hafðist í dag,” sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar beint eftir leik kvöldins. „Við hefðum kannski getað spilað af meiri ákefð í hluta af leiknum. En það er kannski bara eðlilegt þegar maður er mættur í undanúrslit. Að það hægist aðeins á þessu. Strákarnir gerðu mjög vel í fjórða leikhluta að framkvæma okkar áætlanir. Síðan batnaði varnarleikurinn líka í seinni hálfleik, ” sagði Arnar um frammistöðu Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan var mikið að leggja upp með í fyrri hálfleik varnarlega að tvöfalda á manninn með boltann og reyna að gildra. Þetta skilaði sér í einhverjum töpuðum boltum en líka í mörgum auðveldum skotum fyrir ÍR. „Þeir skoruðu 42 stig í fyrri hálfleik svo varnarleikurinn okkar var ekki nægilega góður í fyrri hálfleik.” Stjarnan tóku fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik. Arnar var samt ánægður með skotvalið hjá sínum mönnum. „Ef við fáum opið skot þá tökum við það.” Núna fer hinn undanúrslitaleikurinn að byrja, hvort liðið villt þú frekar fá á laugardaginn? „Liðið sem vinnur. Þeir eiga skilið að vera í úrslitum. Þetta er leiðinlegasta spurning sem þú færð í bikar. Hverjum langar þér að mæta.” Borche: Svekktur yfir að komast ekki í úrslitin„Ég er ánægður með að þetta var jafn leikur. Þrátt fyrir að stigataflan segi annað þá var þetta jafn leikur. Við misstum einbeitinguna í fjórða leikhluta í smá stund. Á sama tíma voru Stjarnan með Ægi og Hlyn sem kunna að refsa okkur þegar við missum einbeitinguna, ” sagði Borche Ilievski þjálfari ÍR eftir leikinn. Hann var nokkuð kátur miðað við svekkjandi tap en hann var heilt yfir ánægður með frammistöðuna. „Þeir komast yfir með 8-9 stigum og við komumst ekki aftur inn í leikinn. Annars var þetta mjög jafn leikur. Við sjáum það úr þessum leik að við getum spilað við hvaða lið sem er.” „Ég er mjög stoltur yfir frammistöðunni en ég er svekktur yfir að komast ekki í úrslitaleikinn. Ég held að allir leikmennirnir hafi trúað á að við gætum unnið í kvöld. Því miður fóru nokkrir hlutir varnarlega ekki samkvæmt áætlun, mér fannst það vera lykilatriði í leiknum,” sagði Borche aðspurður hversu stoltur hann væri af liðinu yfir frammistöðunni í bikarkeppninni í heild. Kevin Capers átti stórleik fyrir ÍR í kvöld með 33 stig. Það sást hinsvegar á honum í fjórða leikhluta að hann var þreyttur og hann náði ekki að búa til körfur fyrir ÍR þegar mest á reyndi. „Maður getur ekki spilað 40 mínútur með sömu orku allan tímann. Á einhverjum tímapunktum í leiknum þá verða að verður maður aðeins að leyfa öðrum að taka við keflinu. Á þessum tímapunktum í kvöld voru menn kannski nógu góðir að taka ábyrgð þegar hlutirnir voru ekki að ganga hjá Kevin. Gerald Robinson skoraði ekkert í kvöld, ef hann hefði nýtt sína sóknarhæfileika eitthvað í kvöld hefði niðurstaðan kannski verið önnur.” Ægir Þór: Mjög ánægður að sigra ÍR„Ég er mjög ánægður með að ná að sigra þetta lið. Við getum sagt að okkur langaði að mæta ÍR af þessum þremur liðum en fullt kredit á ÍRingana fyrir að spila bara hörku bolta hérna í dag. Þeir spiluðu vel saman, voru að skjóta vel og fráköstuðu náttúrulega sérstaklega vel við náðum engum sóknarfráköstum þannig að við þurftum að treysta á bara eitt skot í sókninni næstum því alltaf. Svo ég er bara rosalega ánægður með að ná að sigra ÍR, þetta er hörkulið, ” sagði Ægir Þór Steinarsson leikmaður Stjörnunnar eftir leik kvöldsins. Arnar þjálfari Ægis hafði sagt í viðtali nokkrum mínútum áður að þeir trúa á það í Stjörnunni að ef maður er opinn á maður bara að skjóta. Ægir var sammála hugmyndafræði þjálfara síns. „Algjörlega. Við erum með leikmenn sem geta skotið boltanum og ef það skot er opið þá er ekki spurning við þurfum bara að skjóta því. Þetta er ekkert nýtt hjá okkur við erum búnir að spila svona síðan fyrir áramót. Við þurfum samt sem áður að finna jafnvægi og koma boltanum inn í teig og taka síðan þessi skot fyrir utan. Þá náum við aðeins meira jafnvægi.” Hvort viltu frekar mæta KR eða Njarðvík á laugardaginn? „Nei. Þetta er einhver svona klassísk spurning sem maður fær alltaf. Maður getur sagt að maður vill mæta hvorugu liðinu þar sem þetta eru tvö frábær lið en ég er bara mjög spenntur að mæta öðru hverju liðinu.” Hvað er það sem gerir það að verkum að þú vilt spila á móti hvorugu liðinu á laugardaginn? „Útaf þetta eru hörkulið. Þetta er bara pakkaður hópur af góðum leikmönnum sem maður þarf virkilega að hafa fyrir til að ná að dekka og til að ná að skora og þetta er bara hvorugt spennandi einvígi fyrir okkur að fara í.” Sigurður Gunnar: Ég var frábær í fyrri hálfleik en bara með 3 stig í seinni„Við áttum fínan leik í 35 mínútur. Síðan rykktu þeir svolítið frá okkur. Þeir lokuðu miðjunni vel og hittu úr skotunum sínum, sérstaklega í seinni hálfleik, ” sagði Siguður Gunnar Þorsteinsson leikmaður ÍR um frammistöðuna eftir leikinn. Þetta var jafnt alveg fram í miðjan fjórða leikhluta en þá misstu ÍR Stjörnuna alveg frá sér. Sigurður var með einhverjar hugmyndir um afhverju þeir hættu að skora undir lokinn. „Við vorum að reyna að komast inn í teiginn hjá þeim og þeir gerðu bara vel að pakka vel þar inni. Við vorum ekki að hitta úr skotunum eða nýta okkur það á annan veg.” Kevin Capers var virkilega góður sóknarlega fyrstu þrjá leikhlutana en náði kannski ekki að stíga upp undir lokinn þegar þið þurftuð mest á honum að halda. Voruð þið nokkuð að treysta of mikið á hann sóknarlega? „Hann átti fínan leik. Svo bara hætti hann að hitta eins og margir í liðinu. Þetta var að ganga og svo hætti það. Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. Þetta er bikarleikur. Ég var frábær í fyrri hálfleik með 10 stig eða eitthvað og ég skora bara 3 í seinni. Það er líka hægt að benda á það, það er ekki hægt að benda á Kevin eitthvað sérstaklega.” Það styttist í úrslitakeppni og ÍR eru eins og staðan er núna í 8. sæti og myndu þar af leiðandi komast í úrslitakeppnina. Sigurður taldi leikinn geta hjálpað ÍR fyrir komandi átök. „Við erum ennþá að púsla okkur saman. Matti er að komast í spilaform og svona. Við getum ekki endalaust falið okkur á bakvið það en það er samt bara staðreyndin. Við áttum fínar 35 mínútur en það er ekki nóg á móti liði eins og Stjörnunni.”
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti