Óttast að framtak borgarinnar geti haft bakslag í för með sér Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2019 08:15 Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. vísir/vilhelm Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Framganga Reykjavíkurborgar í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga gæti þýtt að örðugra verði að vinna að verkefnum sem miða að því marki að auka kosningaþátttöku ungs fólks. Þetta segir framkvæmdastjóri Landssambands ungmennafélaga (LUF). LUF, en samtökin hétu áður Landssamband æskulýðsfélaga, eru regnhlífarsamtök fyrir félög ungs fólks á Íslandi. Samtökin hafa ásamt Sambandi íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) staðið fyrir átakinu #ÉgKýs sem miðar að því að efla lýðræðisvitund ungmenna og fá ungt fólk til að mæta á kjörstað. Það hefur meðal annars verið gert með útgáfu fræðsluefnis og skuggakosningum í framhaldsskólum. „Við höfum verið að beita aðferðum sem hafa áður verið nýttar á Norðurlöndunum og hafa sýnt sig að virka. Ef nýr kjósandi sleppir því að kjósa þegar hann hefur fyrst rétt til þess er hann líklegri til að gera það einnig næst og því mikilvægt að fá fólk til að kjósa þegar það fær kosningarétt,“ segir Tinna Isebarn, framkvæmdastjóri LUF. Fyrir þingkosningarnar 2016 var verkefnið styrkt meðal annars af innanríkisráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fyrir kosningarnar í fyrra bættust samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, Reykjavíkurborg og þrettán önnur sveitarfélög við. Tinna segir að borgin hafi ekki komið að verkefninu með sama hætti og aðrir. „Í aðdraganda kosninganna í fyrra fór ég, ásamt framkvæmdastjóra SÍF, á fund með borginni og stóð þá í þeirri trú að borgin ætlaði að taka þátt í verkefninu undir sömu formerkjum og við. Borgin kynnti á fundinum fyrir okkur sína eigin herferð. Aðrir vildu taka þátt í verkefninu með okkur en borgin vildi gera hlutina eftir sínu höfði,“ segir Tinna. Fundurinn átti sér stað um tveimur vikum fyrir kosningarnar í fyrra en skömmu síðar fór borgin af stað með átakið #MittX. Samhliða því voru send bréf til hópa sem síður mættu á kjörstað en aðrir, það er þeir sem kjósa í fyrsta sinn, innflytjendur og konur eldri en áttatíu ára. „#ÉgKýs er unnið af hagsmunasamtökum ungs fólks með það að markmiði að valdefla það og hvetja það til þátttöku í lýðræðissamfélagi. Þarna var borgin, yfirvald sem starfar í pólitískum tilgangi, skyndilega komin með sitt eigið verkefni og að beita aðferðum sem ekki er endilega æskilegt að stjórnvöld beiti,“ segir Tinna. Fyrir helgi komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að framganga borgarinnar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Bréfin sem send voru kjósendum hafi verið gildishlaðin og þá hafi móttakendum SMS-skilaboða ekki verið gerð grein fyrir því að þeir væru andlag vísindarannsóknar. Þá átaldi stofnunin borgina fyrir að veita upplýsingar um efnið seint og illa. „Þegar ég komst að því að borgin ætlaði af stað með sérherferð þá hafði ég persónulega áhyggjur af trúverðugleika þess sem við höfum verið að gera,“ segir Tinna. Aðspurð hvort hún hafi áhyggjur af því að lyktir málsins geti haft letjandi áhrif á stuðning aðila við verkefnið segist hún óttast það. „Þrátt fyrir að við höfum ekki komið að þeirra verkefni og þeirra bréfasendingum með neinum hætti.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kosningar 2018 Reykjavík Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira