Þrælar sér ekki út fyrir leigufélögin Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 20:00 Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rekstrarumhverfi verslana- og veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur er dýrt og erfitt, íbúarnir eru horfnir á braut og flest íbúðahús orðin hótel eða gistirými segir Daníel Tryggvi Daníelsson, eigandi C is for Cookie kaffihússins í miðbæ Reykjavíkur, sem hættir rekstri nú um mánaðarmót því tvöfalda átti leigu á húsnæði staðarins. Húsnæði kaffihússins C is for Cookie var nýverið keypt af fasteignafélaginu Gamma ehf. Félagið á nú allt húsið og eru þar reknar svokallaðar lúxusíbúðir fyrir ferðamenn. Hækka átti leigu kaffihússins úr 315 þúsund í 650 þúsund krónur sem nemur 106 prósenta hækkun. Eigandi kaffihússins segir það gjörbreyta forsendum rekstursins og sér sig tilneyddan til að loka. „Þegar laun og leiga hækkar svona svakalega þá situr lítið sem ekkert eftir. Maður er ekki íþessu til að þræla sér út í snemmbúna gröf. Þannig að þegar maður sér þetta bara fara í vasana hjá einhverjum risa leigufyrirtækjum þá vill maður bara pakka saman og fara að gera eitthvað skemmtilegra,“ segir hann.Íbúarnir á förum Daníel segir margt hafa breyst síðustu fimm árin og bendir á að fjöldi veitinga- og verslunarhúsnæða standi auð og tengir hann það við erfitt rekstrar umhverfi. Nefna má dæmi um eitt fjölfarnasta horn í miðbæ Reykjavíkur á horni Skólavörðustígs og Laugavegs. Þar eru húsnæðin í kring mörg hver tóm. Verslunin Fóa, á Laugarvegi tvö, lokaði í nóvember síðastliðinn því hækka átti leiguna. Húsin þar við hliðina, á Laugavegi númer fjögur og sex, hafa staðið auðí nokkurn tíma. Handan götunnar á Laugavegi hefur 350 fermetra rými staðið autt síðan árið 2017. Daníel hefur áhyggjur af þróuninni. „Það sem hefur breyst einna mest er að í búarnir eru farnir. Við vorum með fullt af íbúum hér í öllum húsunum í kringum okkur. Það er búið að kaupa öll þessi hús upp, íbúarnir eru farnir allt annað. Það er búið að breyta þessu öllu í einhverskonar gistirými eða hótelíbúðir. Ef að túristarnir fara líka, þá verður enginn eftir,“ segir hann.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15 Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vekja „Draugaveg“ til lífsins með ísbar og tattústofu Hvað veldur því að eitt fjölfarnasta horn í miðborg Reykjavíkur hefur skartað mörgum tómum verslunarrýmum undanfarna mánuði og ár? 7. febrúar 2019 09:15
Lokar kaffihúsinu eftir að leigan hækkaði um 100 prósent Eftir níu ára rekstur hafa aðstandendur kaffihússins C is for Cookie við Týsgötu tekið ákvörðun um að skella í lás um mánaðamótin. 11. febrúar 2019 09:00