Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2019 08:20 Þessi forsíða New York Post vakti mikla athygli enda fyrirsögnin með skemmtilegri orðaleikjum sem sést hafa í fjölmiðlum. vísir/getty Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, mætti í viðtöl í Bandaríkjunum í gær og þvertók fyrir að yfirvöld í landinu hefðu eitthvað komið nálægt lekanum en um er að ræða textaskilaboð á milli Bezos og hjákonu hans Lauren Sánchez og vandræðalegar myndir af þeim tveimur. „Þetta er eitthvað sem er á milli Bezos og blaðsins. Við höfðum ekkert að gera með þetta. Þetta hljómar eins og sápuópera í mínum eyrum,“ sagði al-Jubeir.Sýni hvað ásakanir Bezos eru eldfimar Að því er fram kemur í frétt Guardian sýnir það hversu eldfimar ásakanir Bezos hafa verið að háttsettur maður í ríkisstjórn Sádi-Arabíu sjái sig knúinn til þess að stíga fram og neita að haft nokkuð með lekann að gera. Bezos er stofnandi Amazon og eigandi bandaríska blaðsins Washington Post. Í bloggfærslu síðastliðinn fimmtudag sakaði hann National Enquirer um að hafa reynt að kúga sig til að hann myndi hætta rannsókn á því hvernig einkaskilaboðunum og myndunum var lekið til blaðsins.Sjá einnig:Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Sagði Bezos að blaðið hefði hótað því að birta kynferðislegar myndir af honum og Sánchez en National Enquirer er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated (AMI) undir stjórn David J. Pecker. Í bloggfærslunni benti Bezos á náið samband Donald Trump, Bandaríkjaforseta, við AMI en milljarðamæringurinn hefur reglulega verið skotspónn forsetans. Þá benti Bezos einnig á samband AMI við ríkisstjórnina í Sádi-Arabíu. Elkan Abramowitz, lögfræðingur AMI, neitaði einnig fyrir það í sjónvarpsviðtali í gær að Sádi-Arabía hefði eitthvað haft með lekann að gera. National Enquirer hefði komist yfir efnið í gegnum heimildarmann en hann væri ekki pólitískur. Þá hefðu samningaviðræður AMI við Bezos nú ekkert að gera með kúgun eða hótanir.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52