Launahækkun bankastjóra Landsbankans sprengja inn í kjarabaráttuna Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 17:30 Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir. Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Launahækkun bankastjóra Landsbankans er sprengja inn í umhverfi kjarabaráttunnar segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og annar varaforseti ASÍ. Kristján var gestur nafna síns, Kristjáns Kristjánssonar, á Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag. „Þetta er orðið, því miður, síendurtekið efni. Við höfum séð úrskurði kjararáðs í gegnum tíðina sem hafa skilað alþingismönnum og tekjuhæstu ríkisstarfsmönnum 45% hækkun á einu bretti. Nú sjáum við bankastjóra Landsbankans fara úr 2,1 milljón upp í 3,8 milljónir. Hækkun um 1,7 milljónir á skömmum tíma. Þetta er bara sprengja inn í þetta umhverfi sem við erum í,“ sagði Kristján Þórður.Þrátt fyrir dempaða rödd er málefnið brýnt Kristjánarnir ræddu saman um kjaraviðræðurnar og þá helst stöðu iðnaðarmanna, en minna hefur farið fyrir iðnaðarmönnum í þessum viðræðum en áður. Kristján Þórður sagði viðræður hafa gengið upp og ofan á síðustu vikum, þær hafi þokast áfram en hafi verið brokkgengar að undanförnu. Kristján segir að þrátt fyrir að rödd iðnaðarmanna í viðræðunum sé dempaðri en rödd þeirra sem hafa verið á oddinum fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar, sé málefnið brýnt. Iðnaðarmenn vilja að sögn Kristjáns halda í það sem náðst hefur, einnig þurfi að taka á málefnum erlendra starfsmanna. „Íslenskir iðnaðarmenn þeir fá greidd ákveðin markaðslaun en erlendir starfsmenn fá miklu lægri laun sem eru í besta falli að dansa á taxtanum,“ sagði Kristján og segir gapið á milli vera óásættanlegt. Kristján segir það einnig verkefni verkalýðsfélaganna að tryggja og bæta stöðu fólks eins og mögulegt er og minnist þar á brot gegn starfsmönnum sem fjallað var um í vikunni„Þurfum að sjá hvað ríkið er tilbúið að gera“ Annars segir Kristján Rafiðnaðarsambandið vera með ýmsar stefnur sem snúi að ríkinu, varðandi tekjuskattkerfið og átak í húsnæðismálum. Kristján segir að lækkun tekjuskatts á tekjulægsta hópinn geti létt undir í kjarasamningum. „Við þurfum að sjá hvað ríkið tilbúið að gera í skattamálum til þess að létta undir á öðrum stað. Ríkisstjórnin hefur ekki verið tilbúin til að sýna þeirra hugmyndir á þessum enda. Kristján segir að verkalýðshreyfingin muni ekki sætta sig við ef eingöngu yrði tekið á lægstu launum, og segir að finna þurfi leiðir svo að allir aðilar fái einhvern framgang. Kristján segir mikilvægt að staða láglaunafólks batni en á meðan „þessar gölnu hækkanir“ í efri stigum viðgangist verði engin sátt um slíkar leiðir.
Íslenskir bankar Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00 Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30 Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Tillögur Eflingar gætu hækkað skatta á millistétt að hluta Leggja til fjögurra þrepa skattkerfi í stað tvgegja eins og í dag 7. febrúar 2019 20:00
Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. 9. febrúar 2019 12:30
Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Þann 1. apríl 2018 voru mánaðarlaun bankastjóra Landsbankans hækkuð um 550 þúsund krónur. Tíu mánuðum áður höfðu þau hækkað um 1,2 milljónir. Eru nú 3,8 milljónir. Bankaráð segir þau nú nær því að vera samkeppnishæf. 9. febrúar 2019 07:00