Handbolti

Fallslagur á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr fyrri leik Gróttu og Fram í vetur
Úr fyrri leik Gróttu og Fram í vetur vísir/daníel
Sautjánda umferð Olís-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum.

Mikið verður undir á Seltjarnarnesinu þar sem botnlið Gróttu tekur á móti Fram sem er í 10. sæti deildarinnar. Aðeins eitt stig skilur liðin að. Fram vann Akureyri, 26-28, í síðustu umferð en það var fyrsti sigur liðsins frá 25. nóvember á síðasta ári. Grótta tapaði hins vegar fyrir Haukum, 25-21, á útivelli í síðustu umferð.

Grótta vann fyrri leikinn gegn Fram, 20-24. Frammarar verða því að vinna fimm marka sigur í kvöld til að ná yfirhöndinni í innbyrðis viðureignum liðanna.

Akureyri, sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig, sækir Íslands-, bikar- og deildarmeistara ÍBV heim. Akureyringar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri undir stjórn Geirs Sveinssonar sem tók við liðinu um áramótin. Eyjamenn eru í 6. sæti deildarinnar.

Haukar, sem hafa unnið fjóra leiki í röð, geta aukið forskot sitt á toppnum í þrjú stig með sigri á Stjörnunni sem er sigurlaus í síðustu fimm leikjum sínum.

Þá mætast ÍR og KA í Breiðholti. KA-menn eru með 13 stig í 8. sætinu en ÍR-ingar í því níunda með tólf stig. Fyrri leikur liðanna fór 25-25. Stigin tvö sem í boði eru í kvöld eru því afar dýrmæt í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×