Tuttugu manns hið minnsta hafa látið lífið og fjöldi slasast eftir að mikill eldur kom upp á aðallestarstöðinni í egypsku höfuðborginni Kaíró í morgun.
Eldurinn blossaði upp eftir að lest var ekið á brautarpall á Ramses lestarsöðinni og var fjölmennt slökkvilið og sjúkralið sent á staðinn.
Reglulega berast fréttir af lestarslysum í Egyptalandi þar sem stjórnvöldum í landinu hefur verið kennt um vegna slælegrar stjórnunar, auk þess að ekki hafi verið fjárfest nægilega í innviðum.
Sumarið 2017 fórust 43 og á annað hundrað slösuðust þegar tvær farþegalestir rákust saman fyrir utan hafnarborgina Alexandriu. Mannskæðasta lestarslys í sögu landsins varð nærri Kaíró árið 2002 þegar 370 manns fórust þegar eldur kom upp í ofhlaðinni lest.
Fréttin og fyrirsögn hefur verið uppfærð.
Erlent