Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 21:03 Heiðveig María Einarsdóttir í Félagsdómi við meðferð málsins. Hún var ánægð með niðurstöðu Félagsdóms í dag. Vísir/vilhelm Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46