Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2019 21:03 Heiðveig María Einarsdóttir í Félagsdómi við meðferð málsins. Hún var ánægð með niðurstöðu Félagsdóms í dag. Vísir/vilhelm Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Bergur Þorkelsson gjaldkeri Sjómannafélags Íslands, SÍ, og sjálfkjörinn formaður félagsins segir dóm Félagsdóms í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur SÍ vonbrigði. Sjómannafélagið var í Félagsdómi í dag dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Stjórn félagsins fundar á morgun vegna málsins. Heiðveig María kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hún hafði jafnframt ætlað að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu.Stjórn kemur saman á morgunBergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot/kastljósBergur var nýbúinn að fá dóminn í hendurnar þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Aðspurður um viðbrögð stjórnar Sjómannafélagsins við dómnum segir Bergur að ekki sé tímabært að segja nokkuð til um þau. Hann hafi þó boðað stjórnina á fund á morgun vegna málsins.En hvernig líst þér á dóminn við fyrstu sýn?„Niðurstaða dómsins kemur mér verulega á óvart og veldur mér vonbrigðum. En eins og ég segi, stjórn kemur saman á morgun.“Verulegrar tiltektar þörf Heiðveig María sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að í ljósi dómsniðurstöðunnar ætti að kjósa aftur í stjórn Sjómannafélagsins. „Þeir bæði brutu gegn sínum eigin lögum og gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Að mínu mati er það mjög afgerandi. Svo fyrir utan þessa sektargreiðslu þá ætti að sjálfsögðu að fara í gegnum þetta ferli aftur.“Hvað segir þetta um félagið í þínum huga?„Dómurinn tekur mjög sterkt á því að það eru ólög í gangi, það er ósamræmi í lögunum. Gagnrýnin mín í upphafi er réttmæt og stenst. Það þarf verulega að taka til og menn þurfa bara að fara að vanda sig betur við þessi trúnaðarstörf, þ.e.a.s. að geta komið þessum lögum rétt frá sér og að það þurfi hreinlega bara að hreinsa til, kannski.“Viðtalið við Heiðveigu Maríu í heild má sjá í spilaranum hér að neðan.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Félagar í SÍ búa sig til brottfarar Sýður á keipum í Sjómannafélagi Íslands. 3. janúar 2019 10:37 Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Þurfti að kalla Berg sérstaklega í réttarsalinn Aðalmeðferð í Sjómannafélags-málinu í Félagsdómi í gær. 30. janúar 2019 12:34
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46