Innlent

Íslendingar upplifa stórbruna á Ítalíu

Jakob Bjarnar skrifar
Fjöldi Íslendinga lenti í því að hótel sem þeir dvöldu á í ítölsku Ölpunum brann til kaldra kola. Þó ekki hótelið sem Bjarni Áka dvelur á.
Fjöldi Íslendinga lenti í því að hótel sem þeir dvöldu á í ítölsku Ölpunum brann til kaldra kola. Þó ekki hótelið sem Bjarni Áka dvelur á.
Á annan tug Íslendinga er nú staddur í bænum Madonna di Campiglo sem er staðsettur í ítölsku Ölpunum. Í dag kom upp stórbruni í bænum, meðal annars brann hótel sem Íslendingarnir dvöldu á.

Bjarni Ákason athafnamaður er einn þeirra Íslendinga sem nú er staddur í Madonna. „Meðan ég djöflaðist niður brekkurnar í Madonna, þá brann bærinn,“ segir Bjarni. Hann segir, í stuttu samtali við Vísi, að það hótel sem hann dvelur á hafi ekki verið meðal þeirra sem brunnu. „Nei, ég er yfirleitt ekki á svona heitum hótelum,“ segir Bjarni sem kann að slá á létta strengi. Bjarni er vel sigldur en hefur aldrei lent í öðru eins.

Íslendingarnir munu flestir vera á vegum Úrval Útsýn og Vita en vinsælt hefur verið að fara til Madonna di Campiglo til að stunda skíðamennsku. Að sögn Bjarna er búið að finna annan íverustað fyrir flesta Íslendingana en hótel þeirra er ónýtt. Og farangurinn farinn.

Yfirlitsmynd yfir Madonna di Campiglo.bjarni ákason
Þessi sjón blasti við Bjarna þegar hann kom niður fjallið á sínum skíðum.Bjarni Ákason
Hótel hluta Íslendinganna brann. Búið er að bjarga þeim felstum um íverustað en þeir eru farangurslausir.bjarni ákason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×