Dóttir talsmanns Pútín vinnur á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 16:21 Dmitrí Peskov hefur verið talsmaður Pútín um árabil. Dóttir hans vinnur nú fyrir franskan Evrópuþingmann á sama tíma og samskipti Rússlands og Evrópu eru stirð. Vísir/Getty Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur. Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Evrópuþingmenn hafa gert athugasemd við að dóttir talsmanns ríkisstjórnar Rússlands fái að sitja fundi og hafi aðgang að gagnagrunnum þingsins. Elizaveta Peskova vinnur sem starfsnemi fyrir franskan Evrópuþingsmann. Peskova er dóttir Dmitrí Peskov, talsmanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta til fjölda ára. Hún hóf störf fyrir Aymeric Chauprade, sem kosinn var á Evrópuþingið fyrir hægriöfgaflokkinn Þjóðfylkinguna, í nóvember og á að vera starfsnemi hjá honum þar til í apríl. Chauprade sagði skilið við Þjóðfylkinguna árið 2015 og stofnaði eigin hægriflokk, Frjálsa Frakka.Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir talskonu Evrópuþingsins að Peskova hafi aðeins aðgang að opinberum gögnum í stöfum sínum í þinginu. Hún vinni beint fyrir Chauprade en ekki þingið sjálft. Peskova er sögð hafa búið lengi í Frakklandi þar sem hún hefur stundað laganám. Hún sé þekkt á samfélagsmiðlum og hafi verið virk í stjórnmálum. Þannig hefur hún meðal annars tjáð sig um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í París sem hún líkti við tölvuleikinn „Uppvakningaheimsendirinn“. Faðir hennar gagnrýndi Evrópusambandið harðlega á dögunum vegna refsiaðgerða gegn tveimur Rússum sem eru taldir hafa staðið að taugaeitursárásinni á Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars í fyrra.Ónot annarra þingmanna Áhyggjur hafa verið uppi um að Rússar gætu reynt að hafa áhrif á Evrópuþingskosningarnar sem fara fram í maí. Chauprade, sem var áður ráðgjafi Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, og er fylgjandi innlimun Rússa á Krímskaga, hefur fullyrt að Peskova fái ekki aðgang að neinum leynilegum gögnum, ekki einu sinni þeim sem tengjast störfum nefndar um samskipti ESB og Rússlands sem hann á sæti í. Öðrum þingmönnum er engu að síður ekki rótt yfir að manneskja með svo náin tengsl við ráðamenn í Kreml. Christine Revault d‘Allones-Bonnefoy, Evrópuþingmaður franskra sósíalista, segir það sláandi að Peskova vinni á þinginu. „Dóttir talsmanns Kremlar er ekki bara hver sem er. Það kemur mér á óvart að starfsmannaþjónusta þingsins hafi fullgilt þessa ráðningu,“ segir hún. Sandra Kalniete, lettneskur Evrópuþingmaður, hefur einnig sagt að starfsnám Peskovu á Evrópuþinginu sé klár öryggisbrestur.
Evrópusambandið Frakkland Rússland Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira