Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2019 15:46 Heiðveig og lögaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í félagsdómi nú rétt í þessu. visir/vilhelm Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28
Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent