Mínir svæsnustu fordómar Guðmundur Steingrímsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Kjaramál Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fordómar eru í grunninn auðveld leið til þess að segja eitthvað misgáfulegt um alls konar dót sem maður veit ekkert um, fólk sem maður þekkir ekki og málefni sem maður hefur ekki kynnt sér af neinni dýpt. Að láta fordóma sína í ljós í kjarnyrtu máli er líka ákveðin leið til að fá vissa skammvinna útrás fyrir ruddalegri tilhneigingar sálarlífsins, eins og óræða reiði út í hitt og þetta, pirring og þreytu. Sérstaklega gott er að gera þetta í útvarpi eða á samfélagsmiðli. Fordómar eru líka á ákveðinn hátt eðlilegir. Maður getur ekki vitað allt. Stundum þarf maður að gera sér upp hugmynd. Maður er kannski að fara að hitta manneskju sem maður hefur aldrei hitt áður. Ég finn það mjög sterkt í mínu sálartetri að yfirleitt í aðdraganda slíkra funda dregur skrattinn á öxl minni upp þá mynd að viðkomandi sé durtur og ég muni lenda í miklu orðaskaki. Þannig vaxa fordómar oft af óöryggi. Maður óttast óvissu. Skrattinn gengur á lagið og dregur upp mynd.Kjaramálin Hið skemmtilega er, að eiginlega alltaf kemur hitt á daginn. Fólk er frábært. Skrattinn hefur rangt fyrir sér. Fordómar eru á mjög athyglisverðan hátt alltaf rangir. Svo takmarkað er ímyndunarafl mannskepnunnar að jafnvel hinir spámannlegustu palladómar um menn og málefni eru undantekningalaust fullkomið bull. Veruleikinn er alltaf öðruvísi. Og af hverju er ég að skrifa þetta? Jú, mér er þetta hugleikið núna vegna stöðunnar í kjaramálum. Það er við það að sjóða upp úr á vinnumarkaði. Ég les á hverjum degi lýsingar á deiluaðilum. Ég sé ekki betur en að skrattar séu sestir á axlir margra og hvísli fordómum. Yfirlýsingar fljúga. Nú ætla ég að kafa í mína fordóma og láta þá í ljós. Maður getur mjög auðveldlega fundið nokkrar góðar sleggjur, ef maður kafar smá. Ég þekki mjög fáa sem koma að samningum á vinnumarkaði um þessar mundir. Ég bara les um viðræðurnar í blöðunum og sé myndir af fólkinu. Að því sögðu ætla ég að gefa púkanum orðið. Púki segir: Þetta lið þarna í Eflingu er bara gegnsósa af löngun til þess að gera allt brjálað. Því er sléttsama um hag almennings. Vill bara átök. Gunnar Smári komst í heilann á þeim og bullaði eitthvað um sósíalisma út af einhverju sem hann las einhvers staðar og síðan þá er fjandinn laus. Og Ragnar þessi í VR. Hann er svona gaur sem gengur um með alls konar hugmyndir sem aðeins Xuplup á plánetunni Zumblugg skilur. Ætlar að breyta öllum kerfum. Og er núna búinn að hanna nýja tegund af vinnumarkaðsaðgerðum. Úúúúú. Verum hrædd. Þetta lið er haldið mikilmennskubrjálæði. Langar mest til að standa uppi á húddi á bíl með kalltæki og fána. Er örugglega með svoleiðis í bílskúr einhvers staðar, til að æfa sig. Svo eru það atvinnurekendurnir. Flottir í tauinu, en yfirlætisfullt glottið á vörunum segir bara eitt: Ekkert er hægt. Því miður, krakkar mínir. Það eina sem er hægt er þetta: Að færa auð fáum og standa vörð um auð þeirra. Annað er ómögulegt. Bless. Þetta fólk er allt vitleysingar, segir púkinn. Og nú ætlar þetta að rífa augun hvert úr öðru. Verði því að góðu. Vilji allra Kem ég þá aftur að inngangi þessa greinarstúfs. Varðandi fordómana. Það er hressandi að láta þá í ljós. Maður fitnar allur. En svo þarf maður að minna sig á hið augljósa: Ekkert af þessu er rétt. Kannski er veruleikinn meira svona: Fólk á lægstu launum er orðið langþreytt á því að eiga ekki til hnífs og skeiðar. Það er fast í fátæktargildrum, bugað af viðurstyggilega hárri leigu og reikningafjalli hverra mánaðamóta. Það ætlar ekki að láta það viðgangast lengur. Skiljanlega. Og hinum megin við borðið situr fólk sem veit þetta innst inni. Það veit vel að sumt fólk getur ekki lifað. Það vill breyta því. Ég held að allir viti að fleiri þurfa koma að borðinu með atvinnurekendum og launþegum, einkum ríkið og sveitarfélögin. Það þarf að finna alls konar leiðir til þess að bæta kjör þeirra sem virkilega hafa það skítt. Margt þarf að gera. Byggja íbúðir, lækka leigu, hafa hemil á verðlagi, lækka skatta á hárréttum stöðum, lækka gjöld, hafa hemil á launaskriði, afnema skerðingar í bótakerfinu, auka frítíma fólks. Ég held að allir viti þetta. Það þarf þjóðarsátt. Einhvers konar kerfistregða, fordómastíflað samtal í bland við lítið sem ekkert traust milli fólks kemur í veg fyrir að hún gerist núna. En kannski hef ég rangt fyrir mér um þetta líka. Kannski veit ég bara ekkert hvað er að gerast. Eitt veit ég þó: Æsingur er forleikur klúðurs.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar