Sýndi ógnandi framkomu á Radisson í miðbænum Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. febrúar 2019 21:13 Frá vettvangi í kvöld eftir að aðgerðum lögreglum var hætt. Í forgrunni sést lögreglumótorhjól. vísir/Jói K. Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu 1919-hótel í Pósthússtræti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögregla kölluð til vegna manns sem sýndi ógnandi hegðun á hótelinu. Maðurinn hefur verið handtekinn. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í kvöld. Þá herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi komist út af hótelinu og hlaupið yfir á skemmtistaðinn Dubliner í Naustunum áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að fjölmennt lið lögreglu hefði verið að störfum í miðborginni í kvöld. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði í tilkynningu sem lögregla hyggst senda frá sér vegna málsins í kvöld.Uppfært klukkan 21:38: Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins klukkan 21:33.Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verið með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu. Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.Mannsins var leitað inni á hótelinu.Vísir/Jói K. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira
Fjölmennt lið lögreglu sást að störfum í miðbæ Reykjavíkur við Radisson Blu 1919-hótel í Pósthússtræti í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lögregla kölluð til vegna manns sem sýndi ógnandi hegðun á hótelinu. Maðurinn hefur verið handtekinn. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í kvöld. Þá herma heimildir fréttastofu að maðurinn hafi komist út af hótelinu og hlaupið yfir á skemmtistaðinn Dubliner í Naustunum áður en lögregla hafði hendur í hári hans. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti í samtali við Vísi að fjölmennt lið lögreglu hefði verið að störfum í miðborginni í kvöld. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og vísaði í tilkynningu sem lögregla hyggst senda frá sér vegna málsins í kvöld.Uppfært klukkan 21:38: Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins klukkan 21:33.Upp úr kl.19:30 var lögregla kölluð til að fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur en þar hafði karlmaður verið með ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum nú þegar. Lögregla hóf leit í fyrirtækinu enda um mjög stórt húsnæði að ræða sem krafðist mikils mannafla frá lögreglu meðan mannsins var leitað innandyra. Maðurinn var síðan handtekinn í grennd við fyrirtækið nánar tiltekið á veitingastað ekki langt frá en hann reyndi að flýja undan lögreglu. Á manninum fundust munir sem hann hafði stolið úr viðkomandi fyrirtæki. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu og gistir nú fangageymslur þar til unnt verður að ræða við hann vegna málsins sökum vímuástands. Engin vopn fundust á manninum.Fréttin hefur verið uppfærð með frekari upplýsingum.Mannsins var leitað inni á hótelinu.Vísir/Jói K.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Selenskí segir Rússa bera ábyrgð á drónum í Danmörku Erlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Sjá meira