Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sveinn Arnarsson skrifar 23. febrúar 2019 07:15 Samkvæmt samkomulagi við upphaf þings eftir kosningar á stjórnarandstaðan þrjá formenn fastanefnda. Fjölmennasti flokkurinn fékk að velja fyrst í hvaða nefnd hann hefði formennsku. Miðflokkurinn vill nú taka upp samkomulagið og velja sér nefndarformannsstól. Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Miðflokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi og hefur nú níu þingmenn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.Sigmundur Davíð segir í bréfi til flokksmanna að Miðflokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þingmenn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töluðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra einstakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna.Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Líklegt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd.Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fastanefnda þingsins úr hópi stjórnarandstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðarnefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokkurinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðflokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli formanns sem hefur tekið á Klaustursmálinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Miðflokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira