Fundargerðir kjararáðs fást ekki strax Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. febrúar 2019 06:15 Í nóvember 2017 óskaði blaðið eftir afriti af fundargerðum kjararáðs. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið fær ekki afrit af fundargerðum og tilteknum bréfum hins sáluga kjararáðs fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mars. Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. Í nóvember 2017 óskaði blaðið eftir afriti af fundargerðum kjararáðs. Eftir synjun kjararáðs við beiðninni, þar sem hún þótti of víðtæk, var ný og afmarkaðri beiðni lögð fram. Þeirri beiðni var synjað af ráðinu þar sem það taldi sig lögbundinn gerðardóm en ekki stjórnvald. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) felldi þá ákvörðun úr gildi og vísaði því aftur til kjararáðs til lögmætrar afgreiðslu. Skömmu síðar var kjararáð lagt niður. Beiðnin var þá, í júlí 2018, send fjármála- og efnahagsráðuneytinu (FJR) en það vísaði ávallt á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). Safnið hafði ekki gögnin og vísaði á FJR. Það sagðist ekki geta tekið ákvörðun um afhendingu þar sem það hefði ekki gögnin í sínum vörslum og það þó starfsmaður þess ynni að frágangi þeirra til afhendingar til ÞSK. Þá ákvörðun felldi ÚNU einnig úr gildi. Aftur var málinu vísað heim til lögmætrar afgreiðslu. Í janúar var því ný beiðni lögð fram og fékkst svar um að gögnin yrðu til fyrri hluta febrúar. Nýverið fékkst þó það svar að í fundargerðunum kynnu að leynast upplýsingar sem ekki megi afhenda. Verið sé að fara yfir gögnin og því ljúki um miðjan mars. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki afrit af fundargerðum og tilteknum bréfum hins sáluga kjararáðs fyrr en í fyrsta lagi um miðjan mars. Fimmtán mánuðir eru síðan upphafleg beiðni um gögnin var lögð fram af hálfu Fréttablaðsins. Í nóvember 2017 óskaði blaðið eftir afriti af fundargerðum kjararáðs. Eftir synjun kjararáðs við beiðninni, þar sem hún þótti of víðtæk, var ný og afmarkaðri beiðni lögð fram. Þeirri beiðni var synjað af ráðinu þar sem það taldi sig lögbundinn gerðardóm en ekki stjórnvald. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál (ÚNU) felldi þá ákvörðun úr gildi og vísaði því aftur til kjararáðs til lögmætrar afgreiðslu. Skömmu síðar var kjararáð lagt niður. Beiðnin var þá, í júlí 2018, send fjármála- og efnahagsráðuneytinu (FJR) en það vísaði ávallt á Þjóðskjalasafnið (ÞSK). Safnið hafði ekki gögnin og vísaði á FJR. Það sagðist ekki geta tekið ákvörðun um afhendingu þar sem það hefði ekki gögnin í sínum vörslum og það þó starfsmaður þess ynni að frágangi þeirra til afhendingar til ÞSK. Þá ákvörðun felldi ÚNU einnig úr gildi. Aftur var málinu vísað heim til lögmætrar afgreiðslu. Í janúar var því ný beiðni lögð fram og fékkst svar um að gögnin yrðu til fyrri hluta febrúar. Nýverið fékkst þó það svar að í fundargerðunum kynnu að leynast upplýsingar sem ekki megi afhenda. Verið sé að fara yfir gögnin og því ljúki um miðjan mars.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Stjórnsýsla Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira