Ekkert eftirlit með kílómetrastöðu bíla Sighvatur Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 21:15 Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar. Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Samgöngustofa segir koma til greina að svipta bílaleigur rekstrarleyfi sem ekki geta veitt fullnægjandi skýringar á misræmi upplýsinga um kílómetrastöðu bíla. Skoðun fréttastofu leiðir í ljós að mikill munur getur verið á stöðu mæla í bílum á milli skoðana. Hjá einni bílaleigu er skýringin sögð vera útskipting á mælaborði bíla. Fréttastofa hefur skoðað upplýsingar úr ökutækjaskrá vegna nokkurra bíla í eigu bílaleiga. Mikill munur getur verið á kílómetrastöðu bíla þótt stutt sé á milli þess að þeir eru skoðaðir. Tölurnar eru fengnar úr svokölluðum skoðunarferli hvers bíls.Mælir sýnir 200.000 kílómetrum minna Sem dæmi eru Renault Trafic bílar árgerð 2007 og 2008 þar sem kílómetrastaða hefur lækkað um 170.000 - 200.000 kílómetra á milli áranna 2017 og 2018. Bílarnir eru í eigu CC bílaleigu en ekki hefur náðist í fulltrúa hennar í dag við vinnslu fréttarinnar. Annað dæmi er Cherokee jeppi þar sem kílómetrastaða hefur lækkað tvisvar, í fyrra skiptið um 90.000 kílómetra milli áranna 2011 og 2012 og í seinna skiptið um 120.000 kílómetra milli áranna 2017 og 2018. Bílinn var í eigu bílaleigunnar Green Motion. Eigandi hennar bendir á að rétt kílómetrastaða bílsins, 340.000 km, hafi verið skráð í afsali þegar bílinn var seldur árið 2017. Þriðja dæmið eru tveir bílar frá árinu 2006. Staða mælis í Suzuki Grand Vitara breyttist tvisvar, annars vegar fækkaði kílómetrum um tæplega 60.000 frá árinu 2015 til 2016, hins vegar fækkaði þeim um ríflega 100.000 frá árinu 2017 til 2018. Svipaða sögu er að segja um Hundayi Tuscon bíla í eigu sömu bílaleigu, Icerental4x4. Eigandi hennar segir að skipt hafi verið um mælaborð í bílunum eftir að þeir voru keyptir af öðrum bílaleigum.Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/FriðrikSamgöngustofa skerpir á eftirliti Samgöngustofa ber ekki saman skráningar frá skoðunum bíla. Til stendur að breyta því í takti við Evrópureglur. „Það á eftir að útfæra það nákvæmlega hvernig flaggað verður ef eitthvað misjafnt kemur í ljós,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Hún segir að málin séu litin mjög alvarlegum augum hjá stofunni. Bílgreinasambandið hefur afhent Samgöngustofu upplýsingar um bíla í eigu bílaleiga þar sem grunur leikur á að átt hafi verið við mæla. „Ef það kemur í ljós að misræmið á sér ekki eðlilegar skýringar þá gætu úrræði til dæmis verið svipting á starfsleyfi,“ segir Þórhildur Elín.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/FriðrikSkortur á fagmennsku „Ég hélt að þetta væri einföld tölvuvinnsla,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Honum finnst það lýsa skorti á fagmennsku hjá Samgöngustofu að fylgja ekki eftir slíku misræmi á upplýsingum um kílómetrastöðu bíla. Runólfur vísar til Evróputilskipunar og segir brýnt að neytendur geti gengið að því vísu að upplýsingar í ökutækjaskrá varðandi skoðun og ástand bíla séu réttar.
Bílaleigur Bílar Neytendur Procar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent