Óprúttnir bankar Þorsteinn Víglundsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Sjá meira
Ég á tvo vini sem eru afbragðs prúttarar. Borga aldrei uppsett verð. Ég er eiginlega viss um að þeir fái afslátt hjá skattinum. Oft bregður mér að sjá hversu háa afslætti er hægt að kreista út. Segir kannski eitthvað um álagninguna í þessu landi fákeppninnar. Sjálfur er ég heldur lélegur í þessu og borga oftast uppsett verð. Mér leiðist að þurfa alltaf að gráta út afslátt. Leiðist að þurfa að bjóða út tryggingar heimilisins árlega til að koma í veg fyrir að þær rjúki upp í verði. Ég skil ekki reikningana frá símafyrirtækinu eða hvers vegna þarf að senda mér þrjá reikninga á mánuði til að dekka þjónustuna. Hvað þá orkureikninginn sem alltaf er að klofna upp í fleiri kvíslar og hækkar eins og enginn sé morgundagurinn. Það sem ég skil þó síst er bankinn minn. Verðskrár þriggja stærstu bankanna telja 8 síður og það í letri sem krefst lesgleraugna fyrir miðaldra mann. Virðast samt vera sama skjalið ljósritað á bréfsefni hvers banka um sig. Ég verð að viðurkenna að ég dáist að hugmyndaauðgi bankanna yfir því sem rukkað er fyrir. Ef við tökum lán borgum við bankanum þóknun fyrir að meta hversu mikið hann vilji lána okkur, auk hinna himinháu vaxta. Svo greiðum við lántökugjald, gjald fyrir skjalagerð, og svo auðvitað gjald fyrir að fá að greiða afborganir, jafnvel þó þær séu skuldfærðar og allur pappír afþakkaður. Ef við viljum greiða hraðar inn á lánið kemur þóknun á það. Það kemur því kannski ekki á óvart að einstaklingar greiddu stærstu viðskiptabönkunum þremur 15 milljarða króna í þóknanir fyrir þjónustu þeirra á síðasta ári til viðbótar við 42 milljarða króna í vexti. Þóknanagleðinni er þó ekki lokið þarna. Við greiðum t.d. 3-4% þóknun fyrir millifærslur í gegnum greiðsluöpp á netinu, ef tekið er út af kreditkorti. Þá smyrja kortafyrirtækin 3-5% ofan á gengið ef við notum kreditkortin okkar erlendis, sem samsvarar um 6 milljörðum króna á ári.Of dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi Hvítbók ríkisstjórnarinnar sýnir okkur svart á hvítu að við erum með dýrt og ósamkeppnishæft bankakerfi. Munurinn á innláns- og útlánsvöxtum er 3%, nær þrefaldur á við Norðurlöndin. Við það bætist svo að krónan okkar ber um 4% hærri vexti en gjaldmiðlar nágrannalanda okkar. Hvert prósent í lækkun sparar 20 milljarða á ári eða um 140 þúsund á hverja fjölskyldu miðað við heildarskuldir heimilanna. Helstu ástæður þessa eru þrjár. Í fyrsta lagi er það auðvitað gjaldmiðillinn. Þrátt fyrir að ríkisstjórnarflokkarnir þrír tali endalaust um kosti krónunnar eru vextir hennar og hafa alltaf verið miklu hærri en í nágrannalöndum okkar. Auk þess er gjaldmiðillinn eins og tollvernd fyrir bankakerfið. Erlendir bankar hafa engan áhuga á að starfa hér á landi í krónuumhverfinu og fyrir vikið er samkeppnin engin. Í öðru lagi er það síðan eignarhald ríkisins á bankakerfinu. Stjórnvöld nú hafa meiri áhuga á arðgreiðslum bankanna en þjónustu þeirra við landsmenn. Ríkið er ekki góður eigandi á þorra bankakerfisins og ætti að losa um eignarhlut sinn með það sérstaklega að markmiði að örva samkeppni. Í þriðja lagi er síðan gjaldtaka hins opinbera og stífar eiginfjárkröfur til bankanna. Skattar á fjármálakerfið eru hér mun hærri en annars staðar og eiginfjárhlutfall sömuleiðis mun hærra. Það gerir bankana ósamkeppnishæfa. Gríðarlegur kostnaður bankakerfisins verður ekki leystur með því að heimta afslátt. Jafnvel fyrrnefndum vinum mínum verður þar ekkert ágengt. Ósamkeppnishæft bankakerfi sem ekki þjónar þörfum heimila og fyrirtækja er hætt að þjóna tilgangi sínum. Það leiðir af sér ósamkeppnishæft atvinnulíf og kostar heimilin í landinu einfaldlega allt of mikið. Við þurfum alþjóðlega samkeppni í bankaþjónustu til að þessi staða breytist. Við þurfum annan gjaldmiðil.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar