Boða forsvarsmann RFF á fund út af styrkjamáli Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 06:00 Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum. Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Niðurstaða er komin í athugun menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar á styrkveitingu til Reykjavíkur Fashion Festival (RFF) sem aldrei fór fram á síðasta ári. Arna Schram sviðsstjóri segir að til standi að funda með Kolfinnu Von Arnardóttur, forsvarsmanni hátíðarinnar, á næstu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í síðasta mánuði að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar gerði athugasemd við úthlutun til RFF upp á eina milljón króna í fyrra þar sem hátíðin hafi ekki farið fram. Til stóð að hátíðin fengi eina og hálfa milljón í ár en ráðið frestaði þeirri úthlutun meðan málið yrði skoðað. Nú er komin niðurstaða en Arna vill ekki upplýsa um afstöðu borginnar áður en hún hefur verið kynnt Kolfinnu. Hún ítrekar þó að almennt séu styrkjareglur borgarinnar skýrar að því leyti að borgin áskilji sér rétt til að krefjast endurgreiðslu hafi styrkþegi ekki staðið við sinn hluta samningsins. Kolfinna Von tjáði sig um málið á Facebook þar sem hún sagði að borginni hefði verið tilkynnt um að hátíðinni hefði verið frestað til vors og að óskað hafi verið eftir því að styrkumsóknir 2018 og 2019 yrðu sameinaðar. Slíkt væri alvanalegt. Arna kannast þó ekki við nein dæmi um slíkt. „Almennt get ég líka sagt að það er alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að styrkir séu færðir á milli ára, það hefur verið gert í einstökum undantekningartilvikum, og eftir að sýnt hefur verið fram á, fyrir tiltekin tímamörk, og með sannfærandi hætti að viðburður hafi frestast af óviðráðanlegum orsökum og að hann muni þrátt fyrir það fara fram samkvæmt samningi. Þá þekki ég engin dæmi þess að styrkúthlutanir tveggja ára hafi verið sameinaðar í eina, en hafi slíkt verið gert fyrir mína tíð, þá hefur það verið undantekning á reglunum,“ segir Arna sem verið hefur sviðsstjóri síðan í apríl 2017. Af svörum Örnu að dæma verður að teljast líklegt að forsvarsmenn RFF verði krafðir um endurgreiðslu á styrknum.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Reykjavík Tengdar fréttir Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58 Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Kolfinna Von segir styrkumsóknir sameinaðar Verð því miður að valda þeim vonbrigðum sem eru að leita að dýrum höfundaréttarvörðum stráum eða pálmatrjám í þessu máli, skrifar Kolfinna. 30. janúar 2019 09:58
Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Reykjavík Fashion Festival fékk milljón króna styrk frá borginni í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Vegna þessa hefur menningar-, íþrótta- og tómstundaráð frestað úthlutun sem hátíðin fékk fyrir árið 2019. 30. janúar 2019 06:00