Fæðingarorlofssjóður ætti að greiða mótframlag í séreign Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2019 07:00 Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Við ákvörðun um töku fæðingarorlofs er að mörgu að hyggja. Til dæmis þarf að taka tillit til hinna ýmsu atriða á fjármálahliðinni. Það skiptir ekki eingöngu máli hversu lengi við viljum vera heima, líta þarf til þeirra áhrifa sem orlofstaka kemur til með að hafa á tekjur heimilisins. Þessu velta þúsundir íslenskra foreldra fyrir sér árlega og útkoman er sú að mikill munur er á orlofstöku kynjanna. Það sem meira er, munurinn eykst ár frá ári og hefur hlutfall orlofsdaga karla af orlofsdögum kvenna snarminnkað og er nú vel innan við helmingur. Árið 2008 var um fimmtungur karlmanna lengur en 90 daga í orlofi, en 93% kvenna. Árið 2017 var þetta hlutfall 95% hjá konum en hafði fallið í 10% hjá körlunum eftir nær stöðuga lækkun á tímabilinu. Hlutfall þeirra feðra sem taka sér orlof undir 90 daga grunnréttindunum hafði á sama tíma tvöfaldast og í stað 90% fyrir áratug nýta einungis 77% feðra orlofsrétt sinn að einhverju leyti. Þessi ólíka orlofstaka kynjanna hefur í för með sér áhrif á fjármál kvenna sem mætti fá meiri athygli. Við söfnum nefnilega aðskildum lífeyrisréttindum, þó fjármál heimilisins geti verið sameiginleg. Þar sem greiðslur Fæðingarorlofssjóðs eru minni en sem nemur launum okkar lækkar sú upphæð sem greidd er í lífeyrissjóð á meðan við erum í orlofi. Enn meiri eru svo áhrifin á séreignarsparnað þar sem sjóðurinn greiðir einhverra hluta vegna ekki mótframlag. Í fæðingarorlofi geta foreldrar því orðið af umtalsverðum lífeyrisréttindum í framtíð og hallar þar mjög á konur vegna lengri orlofstöku. Mótframlag í séreignarsparnað væri hægt að nýta til skattfrjálsrar ráðstöfunar við kaup eða afborgun á húsnæði eða ávaxta til efri áranna. Sé miðað við greiðslur ársins 2017 mætti áætla að kostnaður við slíkt væri yfir 200 milljónir króna á ári en verðmætið fyrir ungt fólk í fæðingarorlofi leyfi ég mér að fullyrða að sé mun meira.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar