Einn frægasti skýjakljúfur New York seldur með miklu tapi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2019 23:30 Chrysler-byggingin var hæsta bygging heims þegar hún var vígð árið 1930. Getty/Ozgur Donmaz Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028. Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Chrysler-byggingin, eitt af helstu kennileitum New York borgar, hefur verið seld fyrir 150 milljónir Bandaríkjadala, um 18 milljarða króna.Wall Street Journal segir að söluverðið þýði að söluaðilinn, fjárfestingafyrirtækið Mubadala frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, hafi þurft að taka á sig mikið tap, en félagið greiddi 800 milljónir dala fyrir 90 prósenta hlut árið 2008. CNN segir frá því að kaupandi skýjakljúfsins sé RFR Holding, fasteignafélag í New York. Chrysler-byggingin var vígð árið 1930 og er 319 metra hár með 77 hæðum. Hún var hæsta bygging heims þegar hún var vígð, en það met stóð þó einungis í skamma stund. Empire State Bulding var vígð ellefu mánuðum eftir að Chrysler opnaði og tók þá við titilinum sem hæsta bygging heims.Lóðin fylgir ekki með í kaupunum Fasteignafélagið Tishman Speyer keypti bygginguna árið 1997 fyrir 210-250 milljónir Bandaríkjadala og þegar Mubadala keypti sinn 90 prósenta hlut hélt Tishman Speyer þeim 10 prósenta eignarhlut sem eftir stóð. Erfiðlega hefur gengið að fá aðila til að fjárfesta í Chrysler-byggingunni. Er ein ástæða þess að lóðin sjálf fylgir ekki með í kaupunum og þarf því að greiða árlega leigu til lóðareigandans. Sú leiga á víst að hafa hækkað úr 7,75 milljónir Bandaríkjadala í 32 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Þá stendur til að hækka leiguna enn frekar í 41 milljón dala á ári árið 2028.
Bandaríkin Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira