Handknattleiksdeild Fjölnis hefur ákveðið að kæra framkvæmd leiks Fjölnis og Vals í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta en leikurinn fór fram í gærkvöldi.
Fjölnir leiddi með einu marki er fimm sekúndur voru eftir af leiknum en þá fengu Valsmenn vítakast og einn leikmanna Fjölnis fékk rautt spjald. Valur skoraði úr vítinu og vann svo leikinn í framlengingu.
Mikil óánægja var með rauða spjaldið og vítadóminn og í dag barst svo úrskurður frá aganefnd HSÍ þess efnis að dómurinn hafi verið rangur. Rauða spjaldið hafi því verið dregið til baka.
Fjölnismenn hafa því ákveðið að færa framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ en þetta kom fram í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér fyrir skömmu.
Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér:
Í ljósi úrskurðar aganefndar HSÍ þess efnis að rautt spjald sem dæmt var á leikmann Fjölnis undir lok leiks Fjölnis og Vals í undanúrslitum bikarkeppni HSÍ hefur verið dregið til baka hefur stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis kært framkvæmd leiksins til dómstóls HSÍ
.
Fjölnir kærir framkvæmd leiksins

Tengdar fréttir

Dómararnir viðurkenndu mistök: „Við endurmat á atvikinu hafi þessi ákvörðun verið röng“
Segja rauða spjaldið ekki hafa verið rétt.

Umdeildur dómur í Höllinni vakti mikla athygli: „VAR þetta versti dómurinn hingað til?“
Það var umdeildur dómur undir lok leiks Vals og Fjönis í undanúrslitum Coca-Cola bikars karla.