Aðalfundur Icelandair samþykkti að greiða ekki arð til hluthafa félagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 18:01 Síðasta rekstrarár reyndist flugfélaginu Icelandair erfitt. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Aðalfundur Icelandair Group fór fram í dag. Á fundinum var meðal annars samþykkt tillaga þess efnis að greiða ekki arð til hluthafa félagsins fyrir rekstrarárið 2018. Frá þessu er greint í tilkynningu. Síðasta ár reyndist flugfélaginu erfitt þar sem það tapaði 6,6 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson sagði upp forstjórastöðunni í ágúst síðastliðnum í kjölfar þess að Icelandair lækkað afkomuspá sína um 80 til 100 milljónir dollara EBITDA fyrir árið. Var það í annað sinn á tveimur mánuðum sem félagið lækkaði afkomuspána. Bogi Nils Bogason tók við forstjórastöðunni en í september var á þriðja tug starfsmanna sagt upp hjá félaginu. Á aðalfundinum í dag var ný stjórn Icelandair Group kosin og kemur Svafa Grönfeldt ný inn í stjórnina. Úlfar Steindórsson er áfram formaður stjórnar og Ómar Benediktsson er varaformaður. Aðalfundurinn samþykkti tillögu stjórnarinnar um þóknun til stjórnarmanna en samkvæmt henni verða stjórnar- og nefndarlaun sem hér segir: „Stjórnarmenn fái 330.000 krónur á mánuði, formaður fái 660.000 krónur á mánuði, varaformaður fái 495.000 krónur á mánuði, nefndarmenn í undirnefndum fái 120.000 krónur á mánuði, formaður endurskoðunarnefndar fái 275.000 krónur á mánuði og formaður starfskjaranefndar 150.000 krónur á mánuði. Stjórn mun ákveða þóknun fyrir setu aðila sem tilnefndir eru af hluthöfum í tilnefningarnefnd og skal greitt fyrir fjölda unninna tíma, verði tillaga um að koma á fót tilnefningarnefnd samþykkt.“Nánar má lesa um niðurstöður aðalfundar Icelandair Group hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira