Erlend ferðaþjónustufyrirtæki segja ekki svigrúm til hækkana í dýrasta landi í heimi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. mars 2019 12:50 30 til 40 íslensk fyrirtæki eru nú stödd á ITB, stærstu ferðaþjónustufyrirtæki í heimi í þeim tilgangi að selja ferðir til landsins. Mynd: Starfsfólk Íslandsstofu Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Erlendir ferðakaupendur hafa miklar áhyggjur af verkfallsaðgerðum í ferðaþjónustunni og telja ekkert svigrúm til launahækkana því landið sé orðið það dýrasta land í heimi. Þetta er mat formanns Samtaka ferðaþjónustunnar sem er stödd á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Orðspor landsins bíði hnekki með þeim aðgerðum sem séu í gangi og hafa verið boðaðar. 31 fyrirtæki er statt á ITB í Berlín stærstu ferðasýningu í heimi. Þau selja ferðir til landsins á bás Íslandsstofu undir slagorðinu inspired by Iceland. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að um fimm til sex hundruð erlendir ferðakaupendur heimsæki básinn. Þeir hafi miklar áhyggjur af stöðunni. „Ísland er orðinn einn dýrasti áfangastaður í heimi sem má rekja til þess að launahækkanir hafa verið mjög miklar undanfarin tvö þrjú ár. Og gengi krónunnar hefur verið mjög sterkt sem þýðir að Íslandsferðir eru orðnar mjög dýrar. Þannig að þeir sjá ekkert svigrúm til frekari launahækkana sem leiða þá til hækkana á verði ferða til landsins,“ segir Bjarnheiður. Hún segir að verkfallsaðgerðirnar í dag og boðaðar aðgerðir hafi bein áhrif á sölu ferða. „Þetta getur náttúrlega haft áhrif á söluna í framtíðinni. Þeir sem eru að versla við okkur eru með ferðir í gangi núna í sumar. Þannig að aðgerirnar hafa bein áhrif á þær ferðir. Þetta hefur líka þau áhrif að orðspor áfangastaðarins býður hnekki,“ segir hún. Afar mikilvægt sé að deiluaðilar nái samningum en það sé ennþá langt í land. „Það er allt útlit fyrir það að þetta gæti orðið erfið kjaradeila en við vonumst til þess að hægt sé að setjast niður með skynsemina að vopni áður en kemur til verkfallahrynu í lok apríl sem mun hafa gríðarlega alvarleg áhrif á ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent