Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 12:40 Forgangshópar eru hvattir til að mæta í bólusetningu gegn mislingum sem hefjast strax í dag. Vísir/Anton Brink Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05