Ætlar einn í hringferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. mars 2019 07:30 Utanríkisráðherra var glaðbeittur á fundi sínum með Mike Pompeo í Hörpu þótt hans væri sárt saknað annars staðar á meðan. Fréttablaðið/Eyþór „Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira
„Ég er búinn að halda fundi frá því ég byrjaði í pólitík, hef alltaf ferðast um landið með fundi. Það er ekkert nýtt,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem undirbýr nú fundi um utanríkismál víða um land. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrirhuguð ferðalög ráðherrans valdi nokkrum heilabrotum í flokksforystunni enda hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verið á ferð og flugi að undanförnu. Ráðherra hafi ítrekað þurft að boða forföll á viðburði í fundaherferð þingflokksins en hafi gjarnan verið að funda með Sjálfstæðismönnum annars staðar á sama tíma. Þá hafi hann lítið sést í rútuferð þingflokksins en undirbúi nú eigin hringferð. Guðlaugur segist hafa farið í allar ferðir á vegum þingflokksins sem hann hafi komið við. Hins vegar sé mikið leitað eftir því að hann hitti flokksfélaga víða um land og slíkir fundir gjarnan undirbúnir með löngum fyrirvara og hafi jafnvel verið auglýstir og erfiðleikum bundið að bakka út þótt árekstrar komi upp. „Ég get því miður ekki verið á tveimur stöðum í einu, þótt ég leggi mig allan fram. Það eru bara tuttugu og fjórir tímar í mínum sólarhring eins og annarra,“ segir Guðlaugur. Hann segir einnig góðar skýringar á því hve lítið hann gat verið í rútuferð þingflokksins í kjördæmavikunni. Hann hafi bæði þurft til læknis í Reykjavík og svo átti hann fund með utanríkisráðherra Bandaríkjanna. „Ég tók fund með Mike Pompeo reyndar fram yfir þingflokkinn. Ég veit ekki hvort mönnum hefur þótt það misráðin forgangsröðun,“ segir Guðlaugur. „Við bindum ekkert alla í hópnum en hann er búinn að vera með okkur í stórum hluta prógrammsins. Það eru einhver frávik hjá honum og einhver hjá öðrum eins og gengur,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, aðspurður um mætingu Guðlaugs. Hann segir að prógrammið hafi verið nokkuð stíft enda um 55 viðkomustaði að ræða á nokkurra vikna tímabili. Aðspurður um fyrirhugaða ferð sína um landið segir Guðlaugur að mikið hafi verið að gerast á vettvangi utanríkismála sem hann vilji ræða við flokksfélaga víða um land og auðvitað landsmenn alla. Allt frá málefnum EES-samningsins, norðurslóðum, NATO og þróunarmálum til skipulagsbreytinga í utanríkisþjónustunni. Þá þurfi að kynna breytingar sem orðið hafi á Íslandsstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Utanríkismál Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sjá meira