Erlent

Lofar frekari þvingunum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Elliott Abrams.
Elliott Abrams. Getty/Alex Wong
Elliott Abrams, erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta er varðar Venesúela, hét því í gær að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu setja á enn frekari þvinganir gagnvart Venesúela. Þar á meðal þvinganir gegn bönkum sem styðja ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta.

Styr hefur staðið um Maduro undanfarna mánuði, eða allt frá því að þingið, sem Maduro álítur valdalaust, lýsti Juan Guaido starfandi forseta vegna þess að það álítur forsetakosningar síðasta árs ólöglegar. Reyndar hefur Maduro átt undir högg að sækja mun lengur, en landið gengur í gegnum efnahagslegar hamfarir.

„Við munum innleiða frekari þvinganir gegn þeim fjármálastofnunum sem framfylgja skipunum harðstjórnar Maduros,“ sagði Abrams á fundi bandarískrar þingnefndar.




Tengdar fréttir

Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro

Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni.

Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela

Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×