Jafnrétti í forystu Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun