Jafnrétti í forystu Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2019 07:00 Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem við Íslendingar getum verið stolt af í jafnréttismálum. Við höfum trónað á toppi WEF-listans í jafnrétti kynjanna í áratug. Hér er atvinnuþátttaka kvenna mjög mikil og launamunur kynjanna hefur farið minnkandi. Með lögbindingu jafnlaunavottunar, undir forystu Viðreisnar, gerðumst við brautryðjendur á heimsvísu í baráttunni gegn kynbundnum launamun. Fjölmörg ríki huga nú að svipuðum aðgerðum og m.a. er samnorræn jafnlaunavottun á vegum Norðurlandaráðs í undirbúningi. Enn er þó mikið verk óunnið. Konur njóta ekki framgangs á vinnumarkaði til jafns við karla. Engin kona stýrir nú skráðu hlutafélagi og aðeins 22% starfandi fyrirtækja er stýrt af konum. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er aðeins 26%, þrátt fyrir lög um kynjakvóta. Konum á þingi fækkaði verulega í síðustu þingkosningum og vinnumarkaður okkar er kynskiptari en vinnumarkaðir nágrannalanda okkar. Þá njóta vel menntaðar kvennastéttir ekki menntunar sinnar í launum. Við tölum um að framtíðin byggist á þekkingu en samt er kennaramenntun sú háskólamenntun sem er hvað minnst metin til launa. Laun hjúkrunarfræðinga virðast heldur ekki samkeppnishæf. Og furðulegt nokk vantar hæft og menntað starfsfólk í báðar þessar stéttir. Síðast en ekki síst er kynbundið ofbeldi hér enn viðvarandi vandamál. Við verðum að gera betur. Metnaðarleysi núverandi ríkisstjórnar veldur vonbrigðum. Eitt fyrsta verk hennar var að fresta innleiðingu jafnlaunavottunar. Þá vatnaði meirihlutinn út þingsályktun þingmanna Viðreisnar og fleiri um þjóðarsátt um bætt kjör kvennastétta. Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn minni í vikunni um hvað ríkisstjórnin hefði gert í málinu á þeim níu mánuðum sem liðnir eru var í stuttu máli: Ekkert – þó vissulega sett fram í nokkru lengra máli. Þótt jafnrétti snúist auðvitað fyrst og síðast um sjálfsögð mannréttindi felur það líka í sér efnahagslega skynsemi. Nýleg skýrsla OECD og Norrænu ráðherranefndarinnar sýnir að jafnrétti hefur skilað Norðurlöndunum miklum hagvexti vegna aukinnar atvinnuþátttöku kvenna. Við erum auðugri þjóðfélög fyrir vikið. Forskoti okkar verður ekki viðhaldið með aðgerðarleysi. Við getum og eigum að gera enn betur. Til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun