Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 13:13 Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.
Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira