Fyrstu þúsund dagarnir mikilvægastir Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 7. mars 2019 07:45 Birna G. Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Mynd/Stefán Þarmar okkar gegna mikilvægu hlutverki líkt og heilinn og hjartað enda má rekja fjölmarga sjúkdóma til ójafnvægis í meltingarveginum og örverubúskapar hans. Örverurnar í þörmunum gegna ýmsum lykilhlutverkum í líkamanum. Þær framleiða orku, aminósýrur, B- og K-vítamín og lífrænar stuttar fitusýrur. Einnig hjálpa þær við upptöku á vítamínum og steinefnum, þjálfa ónæmiskerfið og keppa við sýkla. Örverurnar vega um það bil jafn mikið og heilinn og jafnast á við heilt líffæri. Þarmaflóran er í stöðugri þróun út lífið. Þegar við fæðumst fáum við í okkur örverur frá líkama móður okkar og úr umhverfinu. „Áður var talið að fóstur væri með steríla görn en við vitum í dag að fóstrið fær örverur frá móður í meðgöngu en meðgangan hefur einnig áhrif á þarmaflóru móður,“ segir Birna G. Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað og skoðað þarmaflóruna og heldur úti síðunni jorth.is. „Fóstur er þó með mjög takmarkað magn af örverum í meltingarvegi í móðurkviði en fær í raun „stóra skammtinn“ í fæðingunni. Í fæðingarvegi móður lifa örverur sem fóstrið gleypir í fæðingunni. Þannig fara örverur úr móður yfir í meltingarveg nýfædda barnsins. Ef hins vegar þarf að taka barn með keisara þá fer barnið í raun á mis við þessa örveruinngjöf. Fyrstu örverur verða þá örverur af húð móður og úr umhverfinu sem er þá að öllum líkindum skurðstofa. Það hefur mögulega þær afleiðingar að barnið gæti orðið útsettara fyrir ofnæmum, astma eða exemi eins og rannsóknir benda til. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á glútenóþoli eða celiac-sjúkdómi hjá börnum sem eru tekin með keisara.“ Birna segir að það sem hafi mest áhrif á þarmaflóruna og þróun hennar eftir fæðinguna sé hvort barn fer á brjóst eða fær þurrmjólk. Í brjóstamjólk eru fjölmörg mikilvæg efni sem efla þarmaflóruna, svo sem fásykrur og örverur frá meltingarvegi móður til viðbótar við þá ónæmis- og vaxtarþætti sem koma með brjóstamjólk almennt. „Rannsóknir á þarmaflóru hjá börnum sem eru á brjósti á móti börnum sem fá þurrmjólk sýna mun á örveruinnihaldi. Börn á brjósti eru með hærra hlutfall af Bacteroidetes en lægra af Firmicutes, en þær síðarnefndu hafa verið tengdar við auknar líkur á ofþyngd,“ segir Birna. „Síðan hefur fæðið auðvitað mikið að segja og sú vinna sem er sett í vandað og næringarríkt fæði skilar heilbrigðari þarmaflóru hjá barninu sem hefur að öllum líkindum jákvæð áhrif á heilsu, mögulega til frambúðar. En auðvitað kemur fleira til, svo sem lyfjagjafir og álag, þá bæði hjá barni og móður. Lyf geta haft margþætt áhrif á þarmaflóruna og ef barn er á brjósti þá geta sum lyf sem móðir þarf að taka haft áhrif á flóru barnsins. Eins ef barn þarf að taka sýklalyf, sérstaklega ef um endurtekningar er að ræða, getur það haft gríðarleg áhrif á örverubúskap þarmanna. Rannsóknir sýna að slík röskun á þarmaflórunni getur haft áhrif til frambúðar og jafnvel koma áhrifin ekki í ljós strax. Eitt af því sem hefur verið rannsakað er tengsl sýklalyfjanotkunar og líkamsþyngdar. Rannsóknir sýna okkur að börn sem hafa fengið mikið af sýklalyfjum eru líklegri til að verða of þung, jafnvel síðar á lífsleiðinni, en þau börn sem hafa fengið sýklalyf í mjög takmörkuðum mæli.“ Fyrstu 1.000 dagar í lífi barns eru mikilvægir. Meðganga móður, sem fyllir nánast fyrsta ár barnsins, fæðingin sjálf og síðan næringin. Æskilegt er að nefna sýkingar og streitu í þessu samhengi líka. Allir þessir þættir hafa áhrif á meltingarveg barns og þarmaflóruna. „Í dag hefur verið gefinn út fjöldinn allur af ritrýndum vísindagreinum og vönduðum rannsóknum varðandi hlutverk þarmaflórunnar í tengslum við heilsu manna. Þarmaflóran hefur áhrif á meltingarveginn og meltinguna sjálfa, en einnig á taugakerfi okkar, ónæmiskerfið, innkirtlakerfið og hormónakerfið. Þannig er auðvelt að draga þá ályktun að þarmaflóran hafi áhrif á hvernig okkur líður,“ segir Birna. „Það er mikilvægt að muna að þarmaflóran jafnast á við heilt líffæri og við ráðum miklu um hvernig hún er samsett. Við erum með hagstæðar og óhagstæðar örverur í bland en viljum halda okkur réttum megin við borðið og hafa þessar hagstæðu í meirihluta. Þannig græðum við einnig efni sem þessar örverur framleiða fyrir okkur, en mörg af þeim hafa einnig verið rannsökuð varðandi heilsu. Það er góð regla að velja sér fæði sem ræktar þennan jarðveg sem er í þörmunum okkar. Við erum alltaf að borða fyrir okkur OG örverurnar.“Röskun á þarmaflóru truflar taugakerfið Þegar myndast hefur ójafnvægi í örverubúskap meltingarvegar er gjarnan talað um dysbiosis. Það er margt sem getur raskað þessum örverubúskap og benda rannsóknir til þess að fæðið hafi þar mikil áhrif. Fæði sem er mikið unnið eins og pakkamatur, sælgæti, gosdrykkir og þess háttar er líklegt til að koma þarmaflórunni úr jafnvægi og mögulega leiða til dysbiosis í þörmum. Eins er mikil sykurneysla slæm og getur haft sambærileg áhrif. „Það gleymist stundum að veita athygli því sem ekki er borðað, en það hefur einnig áhrif. Við eigum ekki eingöngu að horfa á það sem við borðum, sama hvort það er gott eða slæmt, við þurfum einnig að að velta fyrir okkur hverju við erum að sleppa eða borða of lítið af,“ segir Birna. „Það má oft auka verulega neyslu á grænmeti og ávöxtum án þess að fara í of miklar hugleiðingar um hvað ætti að forðast. En slík nálgun reynist fólki oft auðveldari, bara að bæta við því góða. Þegar við ákveðum að forðast eitthvað fær það gjarnan aukna athygli og við endum oft á að borða meira af því fyrir vikið.“ Næst á eftir fæðunni nefnir Birna sýklalyf. Þau geta haft verulega skaðleg áhrif á þarmaflóruna þar sem þau þurrka út mikið magn af örverum í þörmunum, bæði hagstæðum og óhagstæðum, og skilja þannig oft eftir hálfgerða eyðimörk. „Ef ekkert er gert til að rækta upp hagstæða þarmaflóru í kjölfarið er hætta á að óhagstæðum örverum fjölgi og þannig stuðla sýklalyf gjarnan að dysbiosis í þörmum. Ef hægt er að komast hjá því að taka inn sýklalyf þá er það betri kostur. En auðvitað þarf stundum að taka lyfin og þá er mikilvægt að taka einnig inn mjólkursýrugerla, bæði með og í kjölfar lyfjagjafar, til að draga úr skaðlegum áhrifum lyfjanna,“ segir Birna en rannsóknir sýna að mjólkursýrugerlar draga úr líkum á að fá niðurgang og ýmis óþægindi af sýklalyfjum. „Rannsóknir sýna einnig að mjólkursýrugerlarnir draga úr líkum á að fá alvarlegar sýkingar í kjölfar sýklalyfjanotkunar.“ Fleiri lyf hafa áhrif á þarmaflóruna og segir Birna að verið sé að rannsaka margt í því samhengi. Einnig eru vísindamenn í auknum mæli að skoða hvaða þátt þarmaflóran á í virkni ýmissa lyfja. „Rannsóknir sýna að þarma flóran hefur áhrif á þróun krabbameina og eins hvernig meðferðir virka. Það er margt sem er verið að skoða á þessu sviði og mjög áhugavert að fylgjast með,“ segir Birna. „Streita er einnig skaðleg fyrir þarmaflóruna og meltingarveginn sjálfan. Örverur í þörmunum hafa áhrif á taugakerfið okkar og þess vegna getum við hæglega lent í vítahring þegar við búum við mikla og langvarandi streitu.“ Samhengi milli ójafnvægis í þarmaflóru og geðraskana Þegar þarmaflóran er dysbiotic til langs tíma getur það haft afleiðingar bæði í meltingarveginum en einnig fyrir utan hann (e. systemic). Slæm eða óhagstæð þarmaflóra hefur áhrif á gegndræpi smáþarma og getur þannig aukið líkur á að ýmsir þættir ræsi ónæmiskerfið. Það getur leitt af sér langvinnar bólgur og haft áhrif á heila og taugakerfi. Birtingarmyndin getur verið líkamleg einkenni og/eða andleg. Langvarandi ójafnvægi í örverubúskap þarmanna getur til dæmis aukið líkur á kvíða og depurð. Rannsóknir sýna samhengi milli dysbiosis og ýmissa geðraskana. Vísindamenn hafa einnig tengt aukið gegndræpi smáþarma við ýmsa sjúkdóma, en dysbiosis eykur líkur á að gegndræpið aukist. Rannsóknir sýna að ýmsir sjúklingahópar mælast með hækkað magn af zonulini í blóði og hægðum, en zonulin-magn er mælikvarði á gegndræpi þarma. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira
Þarmar okkar gegna mikilvægu hlutverki líkt og heilinn og hjartað enda má rekja fjölmarga sjúkdóma til ójafnvægis í meltingarveginum og örverubúskapar hans. Örverurnar í þörmunum gegna ýmsum lykilhlutverkum í líkamanum. Þær framleiða orku, aminósýrur, B- og K-vítamín og lífrænar stuttar fitusýrur. Einnig hjálpa þær við upptöku á vítamínum og steinefnum, þjálfa ónæmiskerfið og keppa við sýkla. Örverurnar vega um það bil jafn mikið og heilinn og jafnast á við heilt líffæri. Þarmaflóran er í stöðugri þróun út lífið. Þegar við fæðumst fáum við í okkur örverur frá líkama móður okkar og úr umhverfinu. „Áður var talið að fóstur væri með steríla görn en við vitum í dag að fóstrið fær örverur frá móður í meðgöngu en meðgangan hefur einnig áhrif á þarmaflóru móður,“ segir Birna G. Ásbjörnsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað og skoðað þarmaflóruna og heldur úti síðunni jorth.is. „Fóstur er þó með mjög takmarkað magn af örverum í meltingarvegi í móðurkviði en fær í raun „stóra skammtinn“ í fæðingunni. Í fæðingarvegi móður lifa örverur sem fóstrið gleypir í fæðingunni. Þannig fara örverur úr móður yfir í meltingarveg nýfædda barnsins. Ef hins vegar þarf að taka barn með keisara þá fer barnið í raun á mis við þessa örveruinngjöf. Fyrstu örverur verða þá örverur af húð móður og úr umhverfinu sem er þá að öllum líkindum skurðstofa. Það hefur mögulega þær afleiðingar að barnið gæti orðið útsettara fyrir ofnæmum, astma eða exemi eins og rannsóknir benda til. Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á auknar líkur á glútenóþoli eða celiac-sjúkdómi hjá börnum sem eru tekin með keisara.“ Birna segir að það sem hafi mest áhrif á þarmaflóruna og þróun hennar eftir fæðinguna sé hvort barn fer á brjóst eða fær þurrmjólk. Í brjóstamjólk eru fjölmörg mikilvæg efni sem efla þarmaflóruna, svo sem fásykrur og örverur frá meltingarvegi móður til viðbótar við þá ónæmis- og vaxtarþætti sem koma með brjóstamjólk almennt. „Rannsóknir á þarmaflóru hjá börnum sem eru á brjósti á móti börnum sem fá þurrmjólk sýna mun á örveruinnihaldi. Börn á brjósti eru með hærra hlutfall af Bacteroidetes en lægra af Firmicutes, en þær síðarnefndu hafa verið tengdar við auknar líkur á ofþyngd,“ segir Birna. „Síðan hefur fæðið auðvitað mikið að segja og sú vinna sem er sett í vandað og næringarríkt fæði skilar heilbrigðari þarmaflóru hjá barninu sem hefur að öllum líkindum jákvæð áhrif á heilsu, mögulega til frambúðar. En auðvitað kemur fleira til, svo sem lyfjagjafir og álag, þá bæði hjá barni og móður. Lyf geta haft margþætt áhrif á þarmaflóruna og ef barn er á brjósti þá geta sum lyf sem móðir þarf að taka haft áhrif á flóru barnsins. Eins ef barn þarf að taka sýklalyf, sérstaklega ef um endurtekningar er að ræða, getur það haft gríðarleg áhrif á örverubúskap þarmanna. Rannsóknir sýna að slík röskun á þarmaflórunni getur haft áhrif til frambúðar og jafnvel koma áhrifin ekki í ljós strax. Eitt af því sem hefur verið rannsakað er tengsl sýklalyfjanotkunar og líkamsþyngdar. Rannsóknir sýna okkur að börn sem hafa fengið mikið af sýklalyfjum eru líklegri til að verða of þung, jafnvel síðar á lífsleiðinni, en þau börn sem hafa fengið sýklalyf í mjög takmörkuðum mæli.“ Fyrstu 1.000 dagar í lífi barns eru mikilvægir. Meðganga móður, sem fyllir nánast fyrsta ár barnsins, fæðingin sjálf og síðan næringin. Æskilegt er að nefna sýkingar og streitu í þessu samhengi líka. Allir þessir þættir hafa áhrif á meltingarveg barns og þarmaflóruna. „Í dag hefur verið gefinn út fjöldinn allur af ritrýndum vísindagreinum og vönduðum rannsóknum varðandi hlutverk þarmaflórunnar í tengslum við heilsu manna. Þarmaflóran hefur áhrif á meltingarveginn og meltinguna sjálfa, en einnig á taugakerfi okkar, ónæmiskerfið, innkirtlakerfið og hormónakerfið. Þannig er auðvelt að draga þá ályktun að þarmaflóran hafi áhrif á hvernig okkur líður,“ segir Birna. „Það er mikilvægt að muna að þarmaflóran jafnast á við heilt líffæri og við ráðum miklu um hvernig hún er samsett. Við erum með hagstæðar og óhagstæðar örverur í bland en viljum halda okkur réttum megin við borðið og hafa þessar hagstæðu í meirihluta. Þannig græðum við einnig efni sem þessar örverur framleiða fyrir okkur, en mörg af þeim hafa einnig verið rannsökuð varðandi heilsu. Það er góð regla að velja sér fæði sem ræktar þennan jarðveg sem er í þörmunum okkar. Við erum alltaf að borða fyrir okkur OG örverurnar.“Röskun á þarmaflóru truflar taugakerfið Þegar myndast hefur ójafnvægi í örverubúskap meltingarvegar er gjarnan talað um dysbiosis. Það er margt sem getur raskað þessum örverubúskap og benda rannsóknir til þess að fæðið hafi þar mikil áhrif. Fæði sem er mikið unnið eins og pakkamatur, sælgæti, gosdrykkir og þess háttar er líklegt til að koma þarmaflórunni úr jafnvægi og mögulega leiða til dysbiosis í þörmum. Eins er mikil sykurneysla slæm og getur haft sambærileg áhrif. „Það gleymist stundum að veita athygli því sem ekki er borðað, en það hefur einnig áhrif. Við eigum ekki eingöngu að horfa á það sem við borðum, sama hvort það er gott eða slæmt, við þurfum einnig að að velta fyrir okkur hverju við erum að sleppa eða borða of lítið af,“ segir Birna. „Það má oft auka verulega neyslu á grænmeti og ávöxtum án þess að fara í of miklar hugleiðingar um hvað ætti að forðast. En slík nálgun reynist fólki oft auðveldari, bara að bæta við því góða. Þegar við ákveðum að forðast eitthvað fær það gjarnan aukna athygli og við endum oft á að borða meira af því fyrir vikið.“ Næst á eftir fæðunni nefnir Birna sýklalyf. Þau geta haft verulega skaðleg áhrif á þarmaflóruna þar sem þau þurrka út mikið magn af örverum í þörmunum, bæði hagstæðum og óhagstæðum, og skilja þannig oft eftir hálfgerða eyðimörk. „Ef ekkert er gert til að rækta upp hagstæða þarmaflóru í kjölfarið er hætta á að óhagstæðum örverum fjölgi og þannig stuðla sýklalyf gjarnan að dysbiosis í þörmum. Ef hægt er að komast hjá því að taka inn sýklalyf þá er það betri kostur. En auðvitað þarf stundum að taka lyfin og þá er mikilvægt að taka einnig inn mjólkursýrugerla, bæði með og í kjölfar lyfjagjafar, til að draga úr skaðlegum áhrifum lyfjanna,“ segir Birna en rannsóknir sýna að mjólkursýrugerlar draga úr líkum á að fá niðurgang og ýmis óþægindi af sýklalyfjum. „Rannsóknir sýna einnig að mjólkursýrugerlarnir draga úr líkum á að fá alvarlegar sýkingar í kjölfar sýklalyfjanotkunar.“ Fleiri lyf hafa áhrif á þarmaflóruna og segir Birna að verið sé að rannsaka margt í því samhengi. Einnig eru vísindamenn í auknum mæli að skoða hvaða þátt þarmaflóran á í virkni ýmissa lyfja. „Rannsóknir sýna að þarma flóran hefur áhrif á þróun krabbameina og eins hvernig meðferðir virka. Það er margt sem er verið að skoða á þessu sviði og mjög áhugavert að fylgjast með,“ segir Birna. „Streita er einnig skaðleg fyrir þarmaflóruna og meltingarveginn sjálfan. Örverur í þörmunum hafa áhrif á taugakerfið okkar og þess vegna getum við hæglega lent í vítahring þegar við búum við mikla og langvarandi streitu.“ Samhengi milli ójafnvægis í þarmaflóru og geðraskana Þegar þarmaflóran er dysbiotic til langs tíma getur það haft afleiðingar bæði í meltingarveginum en einnig fyrir utan hann (e. systemic). Slæm eða óhagstæð þarmaflóra hefur áhrif á gegndræpi smáþarma og getur þannig aukið líkur á að ýmsir þættir ræsi ónæmiskerfið. Það getur leitt af sér langvinnar bólgur og haft áhrif á heila og taugakerfi. Birtingarmyndin getur verið líkamleg einkenni og/eða andleg. Langvarandi ójafnvægi í örverubúskap þarmanna getur til dæmis aukið líkur á kvíða og depurð. Rannsóknir sýna samhengi milli dysbiosis og ýmissa geðraskana. Vísindamenn hafa einnig tengt aukið gegndræpi smáþarma við ýmsa sjúkdóma, en dysbiosis eykur líkur á að gegndræpið aukist. Rannsóknir sýna að ýmsir sjúklingahópar mælast með hækkað magn af zonulini í blóði og hægðum, en zonulin-magn er mælikvarði á gegndræpi þarma.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Sjá meira