Miðbakkinn verður opið almannarými Ari Brynjólfsson skrifar 7. mars 2019 06:30 Kristín Soffía mælti fyrir tillögu meirihlutans. Vísir/stefán „Ég veit ekki hvernig Miðbakkinn verður í framtíðinni, við leggjum áherslu á að þarna verði eitthvað fyrir fjölskyldur, eitthvað ókeypis. Ég sé þetta fyrir mér sem torg í biðstöðu næstu árin á meðan við erum að kynnast svæðinu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ segir Kristín Soffía. „Núna fer af stað dans milli hafnar, borgar og borgarbúa. Þetta er stórt svæði og við þurfum að sjá hvað virkar.“ Endurheimt Miðbakkans mun ekki hafa áhrif á kaup malasíska fasteignarisans Berjaya Land Berhad á Geirsgötu 11. „Það er til skipulagslýsing fyrir svæðið frá 2017 sem gerir ráð fyrir mjög takmarkaðri uppbyggingu. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um þá fasteign, í grunninn er það eina sem má gera að endurbyggja hús með flötu þaki.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Ég veit ekki hvernig Miðbakkinn verður í framtíðinni, við leggjum áherslu á að þarna verði eitthvað fyrir fjölskyldur, eitthvað ókeypis. Ég sé þetta fyrir mér sem torg í biðstöðu næstu árin á meðan við erum að kynnast svæðinu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna, í samtali við Fréttablaðið. Borgarstjórn samþykkti einróma í vikunni tillögu um að Reykjavíkurborg fari í samstarf með Faxaflóahöfnum um að endurheimta Miðbakkann sem almannarými. Í dag eru þar bílastæði. „Við erum með beiðni um samstarf frá Boxinu-matarmarkaði. Það eru hugmyndir uppi um brettagarð, boltavöll, mögulegt samstarf við Listasafn Reykjavíkur. Í núverandi skipulagi er gert ráð fyrir móttökuhúsi fyrir skemmtiferðaskipin, það gæti verið fjölnota hús,“ segir Kristín Soffía. „Núna fer af stað dans milli hafnar, borgar og borgarbúa. Þetta er stórt svæði og við þurfum að sjá hvað virkar.“ Endurheimt Miðbakkans mun ekki hafa áhrif á kaup malasíska fasteignarisans Berjaya Land Berhad á Geirsgötu 11. „Það er til skipulagslýsing fyrir svæðið frá 2017 sem gerir ráð fyrir mjög takmarkaðri uppbyggingu. Við höfum fengið nokkrar fyrirspurnir um þá fasteign, í grunninn er það eina sem má gera að endurbyggja hús með flötu þaki.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira