Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Andri Eysteinsson skrifar 6. mars 2019 19:15 Karl Pétur ætlar að leggja fram tillögu um hámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi Vísir/Vilhelm/Aðsend Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira