Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Andri Eysteinsson skrifar 6. mars 2019 19:15 Karl Pétur ætlar að leggja fram tillögu um hámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi Vísir/Vilhelm/Aðsend Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira