Sláandi munur á klettasnös við Fjaðrárgljúfur fyrir og eftir Bieber Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2019 16:15 Skjáskot úr myndbandi Bieber sem sýnir umrædda klettasnös árið 2015. Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““ Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Umhverfisstofnun birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur. Önnur myndin er úr tónlistarmyndbandi poppstjörnunnar Justin Bieber sem birt var á Youtube í nóvember 2015. Hin myndin, sem tekin var í janúar 2018, sýnir skilti við snösina þar sem tilkynnt er um lokun svæðisins. Ekki verður annað sagt en munurinn á því hvernig svæðið var fyrir Bieber og svo eftir hann sé sláandi eins og sjá má í færslunni hér fyrir neðan. Fjaðrárgljúfur er einmitt lokað fyrir umferð þessa dagana sem og hluti af Skógaheiði við Skógafoss þar sem veruleg hætta er á skemmdum sökum tíðarfars og mikillar umferðar um svæðin. Um þessar mundir er nefnilega einn viðkvæmasti tími ársins þegar kemur að umferð gesta um íslenska náttúru eða eins og segir í færslu Umhverfisstofnunnar: „Snjóalög og frost hopa fyrir leysingum og þarf ferðafólk að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að umferð þess skilji eftir sig ummerki í náttúrunni. Hér má sjá tvær myndir af sömu klettasnösinni við Fjaðrárgljúfur, teknar með rúmlega 2 ára millibili. Sú fyrri er úr myndbandi poppstörnunnar Justin Bieber við lagið I´ll Show You, í september 2015. Sú síðari, sem sýnir nýlegt skilti við snösina, er tekin í janúar 2018. Eins og sjá má hefur reglum ekki verið fylgt til hins ítrasta - töluvert hefur verið gengið út fyrir merkta gönguslóða og framhjá skiltinu. Með samanburði á myndunum tveimur sést einnig mikill munur á ástandi gróðurþekjunnar á snösinni. „Þetta eru hreinar gróðurskemmdar sökum ágangs á viðkvæmu svæði,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. „Sumir gestir virða því miður reglur svæðisins að vettugi. Það eru fjölmargar snasir í sama ástandi við gljúfrið í dag.““
Ferðamennska á Íslandi Justin Bieber á Íslandi Skaftárhreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37 Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45 Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Nýtt myndband með Justin Bieber er allt tekið upp á Íslandi Justin Bieber hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll Show You og er það einfaldlega allt tekið upp hér á landi. 2. nóvember 2015 15:37
Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið I'll Show You, sem allt var tekið upp hér á landi, hefur vakið mikla athygli síðan að það birtist á netinu í gær. 3. nóvember 2015 13:45
Justin Bieber elskar að vera einn í náttúrunni Tónleikarnir í Kórnum í gærkvöldi voru þeir fyrstu á ferðalagi Biebers um Evrópu þar sem hann fylgir eftir nýjustu plötu sinni, Purpose. 9. september 2016 07:15