Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 20:18 Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Fjórir eru nú á Landspítalanum smitaðir af mislingum, tveir fullorðnir og tvö börn, en um er að ræða einstaklinga sem voru í áætlunarferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða 15. febrúar síðastliðinn þar sem einn smitaður var meðal farþega. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ekki hafi svo margir einstaklingar greinst í einu á Íslandi áður. Hann sagði þetta þó ekki óvænt í sjálfu sér þar sem þetta gæti alltaf gerst vegna mikils mislingafaraldurs sem geisar í Evrópu. Farþeginn hjá Air Iceland Connect hafði komið til landsins 14. febrúar með áætlunarflugi Icelandair frá London. Hann sagði að ekki væri um faraldur að ræða á Íslandi þar sem mislingarnir greinast í einstaklingum sem meðal annars eru ekki bólusettir, og vísaði þar til barnanna sem eru óbólusett sökum aldurs, en ef mislingar fara að greinast í aldurshópum sem ætlast er til að séu bólusettir sé komin ástæða til að hafa áhyggjur. Annað barnanna sem var í flugi Air Iceland Connect greindist með mislinga á Barnaspítalanum í nótt en það var síðast á leikskólanum Hnoðrakoti í Garðbæ á fimmtudag. Um áttatíu börn eru á þeim leikskóla og þar á meðal 20 börn sem eru undir átján mánaða aldri. Ekki er bólusett fyrir mislingum fyrir átján mánaða aldur. Annað barnanna sem smitaðist í vél Air Iceland Connect ellefu mánaða en hitt tæplega átján mánaða gamalt. Þetta þýðir að foreldrar þessara barna sem eru óbólusett þurfa að vera heima með börnunum næstu tvær og hálfa vikuna og tryggja að börnin komist ekki í tæri við óbólusetta einstaklinga. Flugið með Air Iceland Connect var sem fyrr segir 15. febrúar en það getur tekið allt að þrjár vikur fyrir einstakling að veikjast af mislingum hafi hann smitast af þeim. Barnið fór þó á leikskólann innan þess tíma en Þórólfur sagði í kvöldfréttunum að embættið hefði sent frá sér tilmæli en það sé erfitt að tryggja að þeim tilmælum sé fylgt.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24 Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. 5. mars 2019 17:24
Fjórir á Landspítalanum smitaðir af mislingum Tveir fullorðnir og tvö börn sem öll voru í flugi Air Iceland Connect. 5. mars 2019 18:21