Annað barn smitaðist af mislingum í flugi Air Iceland Connect Birgir Olgeirsson skrifar 5. mars 2019 17:24 Myndin tengist efni fréttar ekki beint. Vísir/Vilhelm Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. Barnið var greint með mislinga á Barnaspítalanum í nótt og er verið að bregðast við því á ungbarnaleikskóla þar sem barnið var vistun síðast á fimmtudag. Á laugardag greindist ellefu mánaða gamalt barn með mislinga sem var óbólusett en það hafði verið í sama flugi með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. Barnið sem greindist í nótt er því annað barn á skömmum tíma sem smitast með mislinga. Leikskólinn sem barnið er í hefur brugðist við með því að hafa samband við foreldra og forráðamenn þeirra. Var barnið sem greindist í nótt einnig farþegi í þessu flugi Air Iceland Connect. Um er að ræða leikskólann Hnoðraholt á vegum Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þar dvelja um 80 börn á aldrinum 9 mánaða til fjögurra ára. Eru því einhver börn sem eru á leikskólanum óbólusett sökum aldurs, þar sem ekki er bólusett fyrir mislingum fyrr en við átján mánaða aldur. Verða því þau börn sem eru óbólusett höfð heima næstu tvær og hálfu vikuna til að tryggja að þau smiti ekki óbólusetta einstaklinga. Eru börn sem eru ekki óbólusett sökum aldurs á leikskólanum um 20 talsins. Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Mislingasmit greindist á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu fyrr í dag og hefur embætti landlæknis verið gert viðvart. Barnið var greint með mislinga á Barnaspítalanum í nótt og er verið að bregðast við því á ungbarnaleikskóla þar sem barnið var vistun síðast á fimmtudag. Á laugardag greindist ellefu mánaða gamalt barn með mislinga sem var óbólusett en það hafði verið í sama flugi með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Egilsstaða og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. Barnið sem greindist í nótt er því annað barn á skömmum tíma sem smitast með mislinga. Leikskólinn sem barnið er í hefur brugðist við með því að hafa samband við foreldra og forráðamenn þeirra. Var barnið sem greindist í nótt einnig farþegi í þessu flugi Air Iceland Connect. Um er að ræða leikskólann Hnoðraholt á vegum Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þar dvelja um 80 börn á aldrinum 9 mánaða til fjögurra ára. Eru því einhver börn sem eru á leikskólanum óbólusett sökum aldurs, þar sem ekki er bólusett fyrir mislingum fyrr en við átján mánaða aldur. Verða því þau börn sem eru óbólusett höfð heima næstu tvær og hálfu vikuna til að tryggja að þau smiti ekki óbólusetta einstaklinga. Eru börn sem eru ekki óbólusett sökum aldurs á leikskólanum um 20 talsins.
Bólusetningar Fréttir af flugi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. 19. febrúar 2019 11:29
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05