Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 15:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. vísir/baldur Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017. Skóla - og menntamál Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. Á meðal þess sem verður gert er að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Mun nemendunum bjóðast þetta frá og með næsta hausti. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að markmiðið með launuðu starfsnámi sé að hvetja nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf sem fyrst að loknu námi. „Starfsnámið skal vera í minnst 50% starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt kjarasamningi. Kennaranemar njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi og þess verður gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm til að vinna að lokaverkefnum sínum. Um er að ræða sértækar aðgerðir en fyrirkomulagið verður endurmetið reglulega með það að leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar. Meirihluti kennaranemanema á meistarastigi eru nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum landsins. Til að tryggja að sem flestir nemar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta- og menningarmálaráðuneyti vinni náið saman,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið með námsstyrknum er svo að auðvelda kennaranemum að sinna lokaverkefnum sínum samhliða starfsnáminu og skapa hvata til þess að nemendur ljúki námi á tilsettum tíma. Styrkurinn nemur alls 800 þúsund krónum og greiðist í tvennu lagi. Fyrri greiðslan er þannig bundin við skil verkefnisáætlunar lokaverkefnis og hin síðar við skil á lokaverkefni innan ákveðins tíma. Árlegur kostnaður ríkisins vegna þessa nemur 200 til 250 milljónum króna. Í tilkynningu ráðuneytisins eru jafnframt raktar nokkrar staðreyndir um stöðuna eins og hún blasir nú við þegar kemur að nýliðun í kennarastéttinni. Til að mynda eru aðeins 28 prósent stöðugilda í leikskólum mönnuð leikskólakennurum. Það vantar því leikskólakennara í um 1800 stöðugildi til þess að uppfylla ákvæði laga um hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara. Aðrar tölulegar staðreyndir eru eftirfarandi:• Árið 2018 útskrifuðust 22 leikskólakennarar og 77 grunnskólakennarar frá Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands.• Nýnemum í grunnnámi í leik- og grunnskólafræðum fækkaði um 40% á árunum 2008-2018.• Leiðbeinendum í grunnskólum hefur fjölgað verulega á síðustu árum, úr 272 árið 2016, 443 árið 2017 í 507 á þessu skólaári 2018/19.• Óhagstæðasta sviðsmynd um mannaflaþörf og óbreyttan fjölda útskrifaðra kennara kallar á að manna þurfi tæplega 1200 kennarastöður í grunnskólum með starfsfólki án kennsluréttinda eftir fjögur ár. Þá yrði hlutfall starfsfólks starfandi við kennslu án kennsluréttinda 25% en samsvarandi hlutfall var 8,6% árið 2017.
Skóla - og menntamál Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira