Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. Fréttablaðið/Hörgársveit Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við.
Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent