Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Sveinn Arnarsson skrifar 5. mars 2019 07:00 Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. Fréttablaðið/Hörgársveit Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þéttbýlisins í bæjarfélaginu. Sveitarfélagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætlum við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sameiningu Hörgárbyggðar og Arnarneshrepps árið 2010. Áður höfðu Skriðuhreppur, Glæsibæjarhreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upphafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgársveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukningu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þéttbýlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitthvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við.
Birtist í Fréttablaðinu Hörgársveit Tengdar fréttir Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Vilja rjúfa þúsund íbúa múrinn í Hörgársveit Vonir standa til að hægt sé að reisa hundrað íbúðir í Hörgársveit á næstu árum. Sveitarfélagið er á meðal sjö sveitarfélaga sem valið var í sérstakt tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. 23. desember 2018 23:30