Búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 12:29 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Fréttablaðið/Andri Marinó Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Það væri einfaldara fyrir Ísland ef Bretar verða búnir að ná samningi við Evróðusambandið áður en þeir ganga úr sambandinu að sögn utanríkisráðherra. Hann segir íslensk stjórnvöld hafa reynt að búa sig undir allar mögulegar sviðsmyndir vegna Brexit. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi en enn ríkir mikil óvissa um það hvernig útgöngunni verður háttað og hvort samningar náist fyrir þann tíma. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem er uppi enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst binda vonir við að samningar náist áður en að útgöngunni kemur. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi, en ef þeir fara án samnings þá reynum við að búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. „En sumt er auðvitað í þessu sem að við ráðum auðvitað ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands. Við höfum hins vegar frá fyrsta degi lagt á það áherslu í viðræðum við báða aðila að það muni enginn hagnast á viðskiptahindrunum í álfunni og hvetjum menn til þess að það verði alls ekki.“ Hann segir stjórnvöld hafa hafið undirbúning strax og niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna lágu fyrir sumarið 2016. Fyrir liggur meðal annars skýrsla utanríkisráðuneytisins síðan í nóvember 2017 um hagsmuni Íslands vegna Brexit. „Við höfum gengið frá því sem snýr að loftferðamálunum, við höfum gengið frá því sem snýr að réttindum borgaranna og nú erum við að vinna að því með Bretum að ganga frá því sem snýr að vöruviðskiptunum. Þannig að við erum að reyna að ganga þannig fram að þetta hafi sem allra minnst áhrif, því þetta eru tvenns konar áhrif, annars vegar skammtíma og hins vegar langtíma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent