Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 80-65 | Öruggt hjá Keflavík í endurkomu Magga Gunn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue-höllinni í Reykjanesbæ skrifar 4. mars 2019 21:30 Gunnar Ólafsson var stigahæstur í liði Keflvíkinga í kvöld vísir/bára Keflvíkingar fengu Hauka í heimsókn í kvöld í Dominos-deild karla. Leikurinn var alls ekki skemmtilegur fyrir augað og voru bæði lið í ansi lágum gír í allt kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta með tíu stigum. Forystuna létu þeir aldrei af hendi. Keflvíkingar hleyptu Haukum nánast aldrei inn fyrir tíu stiga múrinn og var eftirleikurinn ansi auðveldur fyrir heimamenn. Heimamenn leiddu í hálfleik með tólf stigum og sigldu þeir sigrinum örugglega heim í síðari hálfleik. Lokatölur 80-65 Keflvíkingum í vil. En það sem bar kannski hæst í leiknum var að stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson tók skónna af hillunni og er kominn aftur í lið Keflvíkinga. Af hverju vann Keflavík? Einfalt, þeir voru bara betri. Þeir keyrðu örugglega í þriðja gír allan leikinn á meðan Haukar voru fastir í öðrum gír. Haukarnir voru bara slappir í kvöld og Keflavík þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig en Mindaugas og Craion komu honum næstir með 14 stig. Hjá Haukum var Hilmar skárstur en hann skoraði 19 stig í kvöld. Hvað gekk illa? Mest allt hjá Haukum gekk illa. Heilt yfir var þetta leiðinlegur leikur þar sem lítið var að frétta. Bikar- og landsleikjafríið virtist setja heilmikið í leikmönnum beggja liða í kvöld. Hvað gerist næst? Keflvíkingar munu legga Suðurstrandarveginn undir fót og heimsækja Þór Þorlákshöfn í hörkuleik. Þá munu Haukar fá Grindvíkinga í heimsókn í risastórum leik, stærsta leik vetrarins hjá báðum liðum og gæti þessu leikur ráðið því hvort liðanna muni fara í úrslitakeppninna og hvort liðið muni sitja eftir með sárt ennið. Sverrir Þór Sverrisson: Þetta á ekki að vera svona og það vita það allir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum sáttur með öruggan sigur sinna manna gegn Haukum í kvöld. Hvorugt liðanna átti sinn besta leik í dag en Keflvíkingar voru ívið sterkari í kvöld. „Þetta var ekkert stórkostlegur leikur. En ég var ánægður hvernig við spiluðum varnarlega og við vorum að gera hlutina sem vorum að fara yfir síðustu daga. Við hittum alls ekki vel, en ég held að ef við hefðum hitt ágætlega í kvöld þá hefði þetta verið ansi stór sigur. Þetta var nokkuð þægilegt. Við töpuðum frekar illa fyrir þeim í fyrri umferðinni þannig þetta var bara góður sigur.“ Bæði lið voru í lágum gír í allt kvöld, en Keflvíkingar voru alltaf gír fyrir ofan Haukana. Það skilaði sér í öruggum sigri. „Þegar maður fer í mánaðar frí á miðju tímabili, þá er ekkert víst að þú verðir með allt upp á tíu eftir fríið. Bæði lið eiga töluvert inni eftir þennan leik.“ Dominos-deildin hófst aftur í gær eftir um mánaðar bikar- og landsleikjafrí. Þjálfarar liðanna í kvöld voru sammála um að þetta er ekki í lagi að hafa svona frí á miðju móti, þegar styttist í úrslitakeppni. „Þetta á ekki að vera svona, og það vita það allir. Ég trúi ekki að þetta gerist aftur. Jólafríið er oft talið vera langt og það er um tvær vikur. Þetta er ekki gott. Sem betur fer er þetta búið. Við erum búnir að spila fyrsta leik eftir frí og eigum eftir þrjá leiki fyrir úrslitakeppni, þannig nú er bara allt á fullt.“ Keflvíkingar eru í harðri baráttu um að ná heimaleikjaréttinum fyrir úrslitakeppnina. Þeir standa vel að vígi og ætla þeir sér að ná heimaleikjaréttinum. „Það er stefnan. Við þurfum að klára okkar þrjá síðustu leiki til að ná því og við eigum erfiða leiki eftir en við ætlum okkur að ná því.“ Magnús Þór Gunnarsson: Ég er bara uppfyllingarefni Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur á parketið í kvöld en hann hefur tekið skónna af hillunni, allavega út þetta tímabil. „Það er mjög gaman að vera kominn aftur. Ég kom í æfingarhópinn í landsleikjafríinu og ég ætla að hjálpa aðeins yngri strákunum. Það vantar aðeins meiri reynslu á æfingarnar og stjórna þar og ég kom eiginlega bara í það.“ Maggi Gunn segist vera í ágætu standi og það verði bara betra og betra með hverri æfingunni. „Það er betra núna en fyrir þrem vikum og verður betra og betra þannig þetta er bara fínt.“ Hann setti niður tvö þrista í kvöld en Maggi Gunn er einhver öflugasta skytta sem íslenskur körfubolti hefur séð. „Nei það gleymist seint, en ég skaut fullt af skotum í þessum leik. Þetta er auðvitað það sem ég hef gert alla mína ævi og ég mun gera það áfram ef ég fæ tækifæri til.“ Skyttan segist vera uppfyllingarefni og mun að öllum líkindum ekki fá margar mínútur það sem eftir lifir vetri. „Nei ég er bara uppfyllingarefni. En það er aldrei að vita að maður verður kominn í hörkuform fyrir úrslitakeppni.“ Magnús segir það hafa verið auðvelt að snúa aftur í Keflavíkurliðið en hér þekkir hann hvern krók og kima. „Það var fínt. Ég þekki alla þessa stráka og sé þá á hverjum degi þannig þetta var mjög auðvelt.“ Aðspurður hvort Maggi muni lyfta þeim stóra í vor glotti hann létt. „Ætla ég? Það er aldrei að vita.“ Ívar Ásgrímsson: Ég var hræddur við þennan leik „Þetta var skelfilegt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir öruggt tap sinna manna gegn Keflvíkingum í Blue höllinni í kvöld. „Ég var hræddur við þennan leik og það kom á daginn. Við vorum engann veginn tilbúnir. Vörnin var slök og það vantaði alla stemmningu og baráttu þannig við vorum bara slakir. Við létum Keflvíkinga bara ýta okkur út.“ Dominos-deildin var að hefjast aftur eftir mánaðar bikar- og landsleikjafrí og segir Ívar það vera skelfilegt að fá svona frí inn í miðja deild. „Þetta er bara skelfilegt. Fáum mánaðar frí og við erum búnir að vera spila einhverja æfingaleiki og missa menn í landsliðið þannig þetta er búið að vera mjög erfitt og þess vegna var ég svona hræddur við þennan leik. En Keflvíkingar eru líka búnir að vera í mánaðar fríi þannig við höfum enga afsökun umfram þá.“ Haukar eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Hafnfirðingar eru jafnir Grindvíkingum og ÍR-ingum að stigum, þrír leikir eftir og aðeins tvö af þessum þremur liðum komast í úrslitakeppnina. „Þetta verður gríðarleg barátta en þetta verður bara skemmtilegt. Við eigum heimaleik næst og við höfum verið góðir á heimavelli. Strákarnir eru hundsvekktir og ég veit að þeir verða miklu, miklu betri á fimmtudaginn.“ Aðspurður hvað Haukar þurfi að laga til þess að komast í úrslitakeppnina var svarið einfalt hjá Ívari. Það þarf að laga allt. „Við þurfum að laga allt frá því í kvöld. Við vorum bara slakir í kvöld og þetta kemur ekki fyrir aftur.“ Dominos-deild karla
Keflvíkingar fengu Hauka í heimsókn í kvöld í Dominos-deild karla. Leikurinn var alls ekki skemmtilegur fyrir augað og voru bæði lið í ansi lágum gír í allt kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og leiddu eftir fyrsta leikhluta með tíu stigum. Forystuna létu þeir aldrei af hendi. Keflvíkingar hleyptu Haukum nánast aldrei inn fyrir tíu stiga múrinn og var eftirleikurinn ansi auðveldur fyrir heimamenn. Heimamenn leiddu í hálfleik með tólf stigum og sigldu þeir sigrinum örugglega heim í síðari hálfleik. Lokatölur 80-65 Keflvíkingum í vil. En það sem bar kannski hæst í leiknum var að stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson tók skónna af hillunni og er kominn aftur í lið Keflvíkinga. Af hverju vann Keflavík? Einfalt, þeir voru bara betri. Þeir keyrðu örugglega í þriðja gír allan leikinn á meðan Haukar voru fastir í öðrum gír. Haukarnir voru bara slappir í kvöld og Keflavík þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hverjir stóðu upp úr? Gunnar Ólafsson var stigahæstur í liði Keflavíkur með 19 stig en Mindaugas og Craion komu honum næstir með 14 stig. Hjá Haukum var Hilmar skárstur en hann skoraði 19 stig í kvöld. Hvað gekk illa? Mest allt hjá Haukum gekk illa. Heilt yfir var þetta leiðinlegur leikur þar sem lítið var að frétta. Bikar- og landsleikjafríið virtist setja heilmikið í leikmönnum beggja liða í kvöld. Hvað gerist næst? Keflvíkingar munu legga Suðurstrandarveginn undir fót og heimsækja Þór Þorlákshöfn í hörkuleik. Þá munu Haukar fá Grindvíkinga í heimsókn í risastórum leik, stærsta leik vetrarins hjá báðum liðum og gæti þessu leikur ráðið því hvort liðanna muni fara í úrslitakeppninna og hvort liðið muni sitja eftir með sárt ennið. Sverrir Þór Sverrisson: Þetta á ekki að vera svona og það vita það allir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur var að vonum sáttur með öruggan sigur sinna manna gegn Haukum í kvöld. Hvorugt liðanna átti sinn besta leik í dag en Keflvíkingar voru ívið sterkari í kvöld. „Þetta var ekkert stórkostlegur leikur. En ég var ánægður hvernig við spiluðum varnarlega og við vorum að gera hlutina sem vorum að fara yfir síðustu daga. Við hittum alls ekki vel, en ég held að ef við hefðum hitt ágætlega í kvöld þá hefði þetta verið ansi stór sigur. Þetta var nokkuð þægilegt. Við töpuðum frekar illa fyrir þeim í fyrri umferðinni þannig þetta var bara góður sigur.“ Bæði lið voru í lágum gír í allt kvöld, en Keflvíkingar voru alltaf gír fyrir ofan Haukana. Það skilaði sér í öruggum sigri. „Þegar maður fer í mánaðar frí á miðju tímabili, þá er ekkert víst að þú verðir með allt upp á tíu eftir fríið. Bæði lið eiga töluvert inni eftir þennan leik.“ Dominos-deildin hófst aftur í gær eftir um mánaðar bikar- og landsleikjafrí. Þjálfarar liðanna í kvöld voru sammála um að þetta er ekki í lagi að hafa svona frí á miðju móti, þegar styttist í úrslitakeppni. „Þetta á ekki að vera svona, og það vita það allir. Ég trúi ekki að þetta gerist aftur. Jólafríið er oft talið vera langt og það er um tvær vikur. Þetta er ekki gott. Sem betur fer er þetta búið. Við erum búnir að spila fyrsta leik eftir frí og eigum eftir þrjá leiki fyrir úrslitakeppni, þannig nú er bara allt á fullt.“ Keflvíkingar eru í harðri baráttu um að ná heimaleikjaréttinum fyrir úrslitakeppnina. Þeir standa vel að vígi og ætla þeir sér að ná heimaleikjaréttinum. „Það er stefnan. Við þurfum að klára okkar þrjá síðustu leiki til að ná því og við eigum erfiða leiki eftir en við ætlum okkur að ná því.“ Magnús Þór Gunnarsson: Ég er bara uppfyllingarefni Stórskyttan Magnús Þór Gunnarsson var mættur aftur á parketið í kvöld en hann hefur tekið skónna af hillunni, allavega út þetta tímabil. „Það er mjög gaman að vera kominn aftur. Ég kom í æfingarhópinn í landsleikjafríinu og ég ætla að hjálpa aðeins yngri strákunum. Það vantar aðeins meiri reynslu á æfingarnar og stjórna þar og ég kom eiginlega bara í það.“ Maggi Gunn segist vera í ágætu standi og það verði bara betra og betra með hverri æfingunni. „Það er betra núna en fyrir þrem vikum og verður betra og betra þannig þetta er bara fínt.“ Hann setti niður tvö þrista í kvöld en Maggi Gunn er einhver öflugasta skytta sem íslenskur körfubolti hefur séð. „Nei það gleymist seint, en ég skaut fullt af skotum í þessum leik. Þetta er auðvitað það sem ég hef gert alla mína ævi og ég mun gera það áfram ef ég fæ tækifæri til.“ Skyttan segist vera uppfyllingarefni og mun að öllum líkindum ekki fá margar mínútur það sem eftir lifir vetri. „Nei ég er bara uppfyllingarefni. En það er aldrei að vita að maður verður kominn í hörkuform fyrir úrslitakeppni.“ Magnús segir það hafa verið auðvelt að snúa aftur í Keflavíkurliðið en hér þekkir hann hvern krók og kima. „Það var fínt. Ég þekki alla þessa stráka og sé þá á hverjum degi þannig þetta var mjög auðvelt.“ Aðspurður hvort Maggi muni lyfta þeim stóra í vor glotti hann létt. „Ætla ég? Það er aldrei að vita.“ Ívar Ásgrímsson: Ég var hræddur við þennan leik „Þetta var skelfilegt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka eftir öruggt tap sinna manna gegn Keflvíkingum í Blue höllinni í kvöld. „Ég var hræddur við þennan leik og það kom á daginn. Við vorum engann veginn tilbúnir. Vörnin var slök og það vantaði alla stemmningu og baráttu þannig við vorum bara slakir. Við létum Keflvíkinga bara ýta okkur út.“ Dominos-deildin var að hefjast aftur eftir mánaðar bikar- og landsleikjafrí og segir Ívar það vera skelfilegt að fá svona frí inn í miðja deild. „Þetta er bara skelfilegt. Fáum mánaðar frí og við erum búnir að vera spila einhverja æfingaleiki og missa menn í landsliðið þannig þetta er búið að vera mjög erfitt og þess vegna var ég svona hræddur við þennan leik. En Keflvíkingar eru líka búnir að vera í mánaðar fríi þannig við höfum enga afsökun umfram þá.“ Haukar eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Hafnfirðingar eru jafnir Grindvíkingum og ÍR-ingum að stigum, þrír leikir eftir og aðeins tvö af þessum þremur liðum komast í úrslitakeppnina. „Þetta verður gríðarleg barátta en þetta verður bara skemmtilegt. Við eigum heimaleik næst og við höfum verið góðir á heimavelli. Strákarnir eru hundsvekktir og ég veit að þeir verða miklu, miklu betri á fimmtudaginn.“ Aðspurður hvað Haukar þurfi að laga til þess að komast í úrslitakeppnina var svarið einfalt hjá Ívari. Það þarf að laga allt. „Við þurfum að laga allt frá því í kvöld. Við vorum bara slakir í kvöld og þetta kemur ekki fyrir aftur.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti