Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2019 09:34 Igal Golder segir algerlega óásættanlegt ef Hatari ætlar sér að nota Eurovision til að reka and-ísraelskan áróður í Tel Aviv. „Við hér í Ísrael skorum á þá í tónlistaratriði ykkar að hætta við að koma og taka þátt í Eurovision í Tel Aviv. Gyðingahatarar og andstæðingar Ísraelríkis ættu að fara til Sýrlands og syngja þar. Söngvarar ykkar munu kveljast í Tel Aviv.“ Svo hljómuðu skilaboð frá Ísrael sem bárust News From Iceland. Þau voru frá manni sem heitir Igal Golder. Hann starfar hjá flutningafyrirtækinu DHL og býr í Ness Ziona í Ísrael. Vísir setti sig í samband við Igal og hann sagði að allir væru velkomnir til Ísrael. En það væri ekki hægt að líta hjá því að þeir ættu í hatrömum deilum við Palestínu.Hinn háskalegi húmor Áður en lengra er haldið er vert að nefna að News From Iceland er svokallaður fréttavefur á Facebook, grínsíða sem Atli Geir Grétarsson kvikmyndagerðarmaður heldur úti sér til gamans og gengur út á að birta afar knappar „fréttir“ sem byggjast á klaufalegri þýðingu yfir á ensku; fyrirsagnir íslenskra fjölmiðla þann daginn. Útkoman getur reynst skondin og jafnvel afhjúpandi en ekki gera allir sér grein fyrir því að þarna eru um spaug að ræða. Ekki frekar en fjölmargir hafa nákvæmlega engan húmor fyrir gerningi Hatara.Ritstjóra NFI varð ekki um sel og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar honum bárust þessi skilaboð í kjölfar Söngvakeppninnar.Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari sigruðu Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovisionkeppninni hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. Svo virðist sem þeir sem hvöttu til sniðgöngu telji það góðan leik, í það minnsta betra en ekkert. Í gær greindi Vísir frá því að ísraelskir fjölmiðlar hafi varað lesendur sína við Hatara. Á athugasemdakerfi The Times of Israel geysar hatröm umræða og skilaboðin til Hatara eru umbúðalaus: „May I remind these stinking Icelanders, that Bibi was an IDF elite commando. Do not underestimate Bibi, same as the Arabs have underestimated the Israelis. Beware you been warned,“ ritar David Abraham til að mynda á þann vettvang. („Vert er að minna hina illa lyktandi Íslendinga á að Bibi (Benjamin Netanyahu forsætisráðherra) var meðlimur í sérsveit Ísraelshers. Ekki vanmeta hann eins og Arabar hafa vanmetið Ísrael. Þið hafið verið varaðir við.“)Varar Hatari við áróðri í Tel Aviv Vísir spurði Igal Golder hvort Hatara væri hætta búin í Ísrael? „Allir eru velkomnir til Ísrael,“ segir Igal. „En, meðlimir Hatara hafa lýst því yfir að lag þeirra sé pólitískt og að þeir muni gagnrýna Ísrael vegna baráttu okkar við Palestínu.Igal Gogol varar meðlimi Hatari eindregið við því að hafa uppi pólitískan áróður gegn Ísrael í Tel Aviv.Við eigum í hörðum átökum við Palestínumenn. Enginn er engill en Ísrael er að berjast fyrir öryggi borgara sinna. Við þurfum að berjast gegn hryðjuverkum af þeirra hálfu. Að beintengja Eurovision við stjórnmál og fordæma Israel í Tel Aviv er ekki ásættanlegt,“ segir Igal. Vísir hefur áður greint frá því að Hatari höfðu, áður en Söngvakeppnin fór fram þar sem þeir sigruðu með yfirburðum, vakið athygli í Ísrael. Fjallað var um þá í ísraelsku sjónvarpi og sér í lagi vakti athygli að þeir skyldu hafa skorað á Netanyahu í glímu.Glímuáskorunin talin hin mesta móðgun Meðan ýmsum þótti glímuáskorunin skondin, svo sem hinum ísraelsku sjónvarpsmönnum, þá liggur algerlega fyrir að fjöldi einarðra stuðningsamanna Netanyahu hafa nákvæmlega engan húmor fyrir þessu. Igal er einn þeirra. Hann er reyndar hneykslaður á uppátækinu.Fyrir liggur að glímuáskorunin, sem þeir í Hatara bjuggust ekki við að myndi vekja mikla athygli, er talin af mörgum í Ísrael sem hin mesta móðgun.„Það er ljótt og algerlega óástættanlegt. Ef Hatari vilja hafa uppi áróður gegn Ísrael þá ættu þeir frekar að fara til Sýrlands og syngja þar,“ segir Igal og beinir spurningu til blaðamanns Vísis: „Myndu Íslendingar sætta sig við áróður gegn sér og ögrun á íslenskri grundu?“Margir reiðir Hatara í Ísrael Blaðamaður Vísis benti Igal á að það sé ekki gott um að segja, Íslendingar ættu ekki í neinum deilum í líkingu við Ísrael. En, heldur Igal að Íslendingarnir verði í hættu í Tel Aviv? Igal telur svo ekki vera. En, varar Hatara við að vera ögrandi. „Þeir ættu að íhuga framgöngu sína og hvernig þeir tjá sig. Þeir ættu ekki að feta neinar slíkar brautir. Ef Hatari vilja hafa uppi and-ísraelskan áróður þá ættu þeir að fara í stjórnmálaflokk. Og, ef þeir vilja kynna sér deilurnar milli Ísraels og Palestínu ættu þeir að koma og búa í Ísrael í tvö ár til að komast að því hvernig andrúmsloftið er hér.“ Igal vill meina að Íslendingar hafi engar forsendur til að átta sig á hinu eldfima ástandi sem ríkir á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu.Vísir spurði Igal að endingu hvort hann yrði var við mikla reiði í garð Hatara og sagði hann svo vera. „Já. Ég ætla ekki að hafa eftir nein af þeim ummælum. En, þau ummæli eru eðlileg. En, sem stendur ættu Hatari ekki að þurfa að óttast. En, ég vil hvetja Íslendinga til að forðast alla ögrun og áróður gegn Ísrael í Tel Aviv.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari er viðvörun Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan í Hatara ræddu áætlanir sínar í Eurovision með semingi yfir kokteil á Hótel Holti. Þeir segjast ætla að knésetja kapítalið en selja nokkra boli í leiðinni. 16. febrúar 2019 07:19 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
„Við hér í Ísrael skorum á þá í tónlistaratriði ykkar að hætta við að koma og taka þátt í Eurovision í Tel Aviv. Gyðingahatarar og andstæðingar Ísraelríkis ættu að fara til Sýrlands og syngja þar. Söngvarar ykkar munu kveljast í Tel Aviv.“ Svo hljómuðu skilaboð frá Ísrael sem bárust News From Iceland. Þau voru frá manni sem heitir Igal Golder. Hann starfar hjá flutningafyrirtækinu DHL og býr í Ness Ziona í Ísrael. Vísir setti sig í samband við Igal og hann sagði að allir væru velkomnir til Ísrael. En það væri ekki hægt að líta hjá því að þeir ættu í hatrömum deilum við Palestínu.Hinn háskalegi húmor Áður en lengra er haldið er vert að nefna að News From Iceland er svokallaður fréttavefur á Facebook, grínsíða sem Atli Geir Grétarsson kvikmyndagerðarmaður heldur úti sér til gamans og gengur út á að birta afar knappar „fréttir“ sem byggjast á klaufalegri þýðingu yfir á ensku; fyrirsagnir íslenskra fjölmiðla þann daginn. Útkoman getur reynst skondin og jafnvel afhjúpandi en ekki gera allir sér grein fyrir því að þarna eru um spaug að ræða. Ekki frekar en fjölmargir hafa nákvæmlega engan húmor fyrir gerningi Hatara.Ritstjóra NFI varð ekki um sel og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar honum bárust þessi skilaboð í kjölfar Söngvakeppninnar.Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari sigruðu Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovisionkeppninni hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. Svo virðist sem þeir sem hvöttu til sniðgöngu telji það góðan leik, í það minnsta betra en ekkert. Í gær greindi Vísir frá því að ísraelskir fjölmiðlar hafi varað lesendur sína við Hatara. Á athugasemdakerfi The Times of Israel geysar hatröm umræða og skilaboðin til Hatara eru umbúðalaus: „May I remind these stinking Icelanders, that Bibi was an IDF elite commando. Do not underestimate Bibi, same as the Arabs have underestimated the Israelis. Beware you been warned,“ ritar David Abraham til að mynda á þann vettvang. („Vert er að minna hina illa lyktandi Íslendinga á að Bibi (Benjamin Netanyahu forsætisráðherra) var meðlimur í sérsveit Ísraelshers. Ekki vanmeta hann eins og Arabar hafa vanmetið Ísrael. Þið hafið verið varaðir við.“)Varar Hatari við áróðri í Tel Aviv Vísir spurði Igal Golder hvort Hatara væri hætta búin í Ísrael? „Allir eru velkomnir til Ísrael,“ segir Igal. „En, meðlimir Hatara hafa lýst því yfir að lag þeirra sé pólitískt og að þeir muni gagnrýna Ísrael vegna baráttu okkar við Palestínu.Igal Gogol varar meðlimi Hatari eindregið við því að hafa uppi pólitískan áróður gegn Ísrael í Tel Aviv.Við eigum í hörðum átökum við Palestínumenn. Enginn er engill en Ísrael er að berjast fyrir öryggi borgara sinna. Við þurfum að berjast gegn hryðjuverkum af þeirra hálfu. Að beintengja Eurovision við stjórnmál og fordæma Israel í Tel Aviv er ekki ásættanlegt,“ segir Igal. Vísir hefur áður greint frá því að Hatari höfðu, áður en Söngvakeppnin fór fram þar sem þeir sigruðu með yfirburðum, vakið athygli í Ísrael. Fjallað var um þá í ísraelsku sjónvarpi og sér í lagi vakti athygli að þeir skyldu hafa skorað á Netanyahu í glímu.Glímuáskorunin talin hin mesta móðgun Meðan ýmsum þótti glímuáskorunin skondin, svo sem hinum ísraelsku sjónvarpsmönnum, þá liggur algerlega fyrir að fjöldi einarðra stuðningsamanna Netanyahu hafa nákvæmlega engan húmor fyrir þessu. Igal er einn þeirra. Hann er reyndar hneykslaður á uppátækinu.Fyrir liggur að glímuáskorunin, sem þeir í Hatara bjuggust ekki við að myndi vekja mikla athygli, er talin af mörgum í Ísrael sem hin mesta móðgun.„Það er ljótt og algerlega óástættanlegt. Ef Hatari vilja hafa uppi áróður gegn Ísrael þá ættu þeir frekar að fara til Sýrlands og syngja þar,“ segir Igal og beinir spurningu til blaðamanns Vísis: „Myndu Íslendingar sætta sig við áróður gegn sér og ögrun á íslenskri grundu?“Margir reiðir Hatara í Ísrael Blaðamaður Vísis benti Igal á að það sé ekki gott um að segja, Íslendingar ættu ekki í neinum deilum í líkingu við Ísrael. En, heldur Igal að Íslendingarnir verði í hættu í Tel Aviv? Igal telur svo ekki vera. En, varar Hatara við að vera ögrandi. „Þeir ættu að íhuga framgöngu sína og hvernig þeir tjá sig. Þeir ættu ekki að feta neinar slíkar brautir. Ef Hatari vilja hafa uppi and-ísraelskan áróður þá ættu þeir að fara í stjórnmálaflokk. Og, ef þeir vilja kynna sér deilurnar milli Ísraels og Palestínu ættu þeir að koma og búa í Ísrael í tvö ár til að komast að því hvernig andrúmsloftið er hér.“ Igal vill meina að Íslendingar hafi engar forsendur til að átta sig á hinu eldfima ástandi sem ríkir á Vesturbakkanum og Gasasvæðinu.Vísir spurði Igal að endingu hvort hann yrði var við mikla reiði í garð Hatara og sagði hann svo vera. „Já. Ég ætla ekki að hafa eftir nein af þeim ummælum. En, þau ummæli eru eðlileg. En, sem stendur ættu Hatari ekki að þurfa að óttast. En, ég vil hvetja Íslendinga til að forðast alla ögrun og áróður gegn Ísrael í Tel Aviv.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00 Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari er viðvörun Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan í Hatara ræddu áætlanir sínar í Eurovision með semingi yfir kokteil á Hótel Holti. Þeir segjast ætla að knésetja kapítalið en selja nokkra boli í leiðinni. 16. febrúar 2019 07:19 Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Hatari ruggar bátum í ísraelsku sjónvarpi Ísraelar velta fyrir sér andstöðu á Íslandi vegna Eurovision í Tel Aviv. 14. febrúar 2019 09:00
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari er viðvörun Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan í Hatara ræddu áætlanir sínar í Eurovision með semingi yfir kokteil á Hótel Holti. Þeir segjast ætla að knésetja kapítalið en selja nokkra boli í leiðinni. 16. febrúar 2019 07:19
Ísraelskir fjölmiðlar vara við Hatara Ísraelskir fjölmiðlar hafa slegið því upp að Hatari hafi sigrað í íslensku Söngvakeppninni og þannig megi búast við því að Eurovision, sem haldin verður í Tel Aviv í maí verði vettvangur and-ísraelskra mótmæla. 3. mars 2019 22:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent