Óska umsagna um framtíðina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. mars 2019 07:00 Smári stýrir framtíðarnefnd forsætisráðherra. Þar sem Þingmenn úr öllum flokkum sitja í. Fréttablaðið/Anton Brink Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Framtíðarnefnd forsætisráðherra óskar eftir umsögnum frá almenningi um hvað hann telji framtíðina bera í skauti sér á ýmsum sviðum samfélagsins og hvaða aðgerða stjórnvöld geti gripið til í því skyni að undirbúa þjóðina betur fyrir þær. „Við erum að leita eftir því hvaða breytingum mismunandi hópar í samfélaginu geri ráð fyrir á komandi áratugum og hvaða aðgerða hægt væri að grípa til núna til að við séum betur undirbúin sem þjóð,“ segir Smári McCarthy, formaður framtíðarnefndarinnar sem skipuð er þingmönnum úr öllum flokkum. Meðal spurninga sem nefndin veltir upp í samráðsgátt stjórnvalda er hvaða þróun sé að eiga sér stað í samfélaginu og hvaða áhrif sú þróun muni hafa á fjárhagsstöðu ríkisins á næstu 15 til 20 árum. „Það er alveg ljóst að enginn getur spáð fyrir um framtíðina, en það eru samt ágætis líkur á því að sameiginlegur skilningur fólks úr mismunandi áttum eigi eftir að ríma við komandi framtíð að einhverju leyti,“ segir Smári og bætir við: „Ef við getum ekki komist hjá því að hafa rangt fyrir okkur er best að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er. Við erum því að leita til sérfræðinga og ýmissa samtaka og stofnana, ásamt því að spyrja almenning álits. Svo vonum við að tvennt gerist í kjölfarið: annars vegar vakni upp umræða um mikilvægi þess að hafa skýra framtíðarsýn og hins vegar muni svörin hjálpa okkur að finna út hvaða möguleika við höfum, hvaða hættur leynast og hvaða aðgerðir eru heppilegastar til að tryggja okkur sem besta hugsanlega framtíð.“ Framtíðarnefndin hefur skipt verkefnum sínum í þrjár lotur og í fyrstu lotunni leitar hún eftir hugmyndum almennings um fyrsta viðfangsefnið sem lýtur að þróun samfélagsins á sviðum atvinnu-, umhverfis-, byggða- og lýðfræðiþátta og hvernig áhrif þróunin getur haft á fjárhagsstöðu ríkisins. Næstu lotur munu snúa annars vegar að loftslagsmálum og hins vegar jöfnuði og lífsgæðum. Auk samráðs við almenning aflar nefndin upplýsinga frá sérfræðingum á hverju sviði og fundar með sérfræðingum bæði innlendum og erlendum. „Markmiðið er að við sendum frá okkur stuttar skýrslur um hverja og eina verkefnalotu, með tillögum um þá sameiginlegu framtíðarsýn sem verður til í þessu samráði.“ Hugmyndin að framtíðarnefnd hefur oft verið viðruð á Íslandi, sérstaklega í kjölfar efnahagshrunsins og í kjölfar þess að áhrif loftslagsbreytinga urðu ljósari. Framtíðarnefndir eru starfandi víða í Evrópu og hafa Íslendingar sem haldið hafa hugmyndinni á lofti einkum bent til framtíðarnefndar finnska þingsins. „Þetta gæti orðið ein af nefndum þingsins, en fyrst þurfum við að sanna að svona nefnd geti gert gagn og eigi rétt á sér,“ segir Smári. Umsagnir til nefndarinnar eru sendar í samráðsgátt stjórnvalda á vef Stjórnarráðsins. Frestur til að senda umsögn rennur út 10. mars.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira